Heimilisritið - 01.09.1945, Side 63

Heimilisritið - 01.09.1945, Side 63
Spurningar Og SYÖr - Eva Ada ms svarar OF MÖGUR Sp.: Kæra Eva Adams. Viltu gjöra svo vel og svara eftirfarandi spurn- ingum: Hvað á ung stúlka að vera þung? Eg er um það bil 156 sm. há, grannvaxin og er 42 kíló að þyngd. Er ég ekki of létt? — Hvernig finnst þér skriftin? Vona að þú svarir mér fljótlega. Með fyrirfram þakklæti. H. S. Sv.: Já, auðvitað ertu alltof létt; 42 kíló eru ekkert. Þyngd þín á að vera minnst 50 kíló. Þú verður að reyna að fita þig; til þess þarf þrek og þolgæði eins og annars hér í þessari veröld. Borðaðu hafra- graut og drekktu rjóma (ef þú íærð hann). — Skriftin er lagleg, en ekki frumleg; hana skortir per- sónuleg sérkenni. LEIKARAMYNDIR O. FL. Sp.: 1. Geturðu ekki sagt mér hverngi bezt er að geyma myndir úr blöðum og tímaritum. Eg á mikið af leikaramyndum sem mig lang- ar til að geyma, helst í bók. 2. Eg er 20 ára gömul og 155 sm. há. Hvað á ég að vera þung? 3. Getur kærastinn minn farið á böll án mín? Hann hefur boðið mér með sér, en ég kæri mig ekki um að dansa. 4. Hvernig lízt þér á skriftina? Tvítug Sv.: 1. Keyptu þykka stílabók, klipptu myndimar út og límdu þær inn í bókina. Annars fást úrklippu- bækur oftast í bókaverzlunum. 2. Svona um það bil 55 kíló er hæfilegt. 3. Víst er það ekki alveg rétt af honum að gera það. En mér fyndist þú ættir að reyna að fá áhuga á dansi, einkum fyrst kærastinn þinn hefur gaman af að dansa. 4. Hún er ekki ósnotur, en gættu þess að sýna ekki stífni og þverúð í umgengni. Svo ættirðu að læra betur réttritun. ÚR VÖNDU AÐ RÁÐA Sp.: Eg er rúmlega tvítugur Reyk- víkingur, sem vinn oft utanbæjar og kem þá ekki í bæinn nema endrum og eins. En eg er ástfang- inn af ungri stúlku í höfuðborg- inni. Eg hef verið fjarverandi langa hríð og mér er sagt, að hún hafi verið í strákamakki á meðan. Hún leit ekki við öðrum en mér á meðan ég var í bænum, en nú frétti ég að aftur sæki í sama horf- ið hjá henni. Nú er spumingin hvort ég á að láta hana flakka, eða fyrirgefa henni. Kalli. Sv.: Sá kasti fyrsta steininum, sem saklaus er. Það sem þú vilt að aðrir menn gjöri þér skaltu og þeim gjöra. Hvemig hefur þú hag- að þér sjálfur? Spurðu sjálfan þig ráða, vinur kær, og taktu ákvörðun svipaða þeirri, sem þú myndir vilja að hún tæki gagnvart þér. HEIMILISRITIÐ 61

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.