Heimilisritið - 01.07.1947, Blaðsíða 4
JOMFR ÚIN
Norsk úrvalssmásaga eftir Kristian Elster yngri,
í þýðingu Hannesar Sigfússonar
HÚN KOM til fjallaskálans síðía
dags, og þar varð ekki þverfótað
fyrir þeirri manntegund sem hún
vissi versta: dansbrylltri Oslóar-
æsku af miðstéttunum. Hún var
óvön 'fjailgöngum og að leiðarlok-
urn var hún þreytt og af sér geng-
in og ær af sólskini og fjallalofti.
Þegar leið að kvöldverði var gest-
unum þrengt saman við eitt lang-
borð, hún var alltaf að verða fyrir
hnippingum og olnbogaskotum og
glymskrattinn þagnaði aldrei. Um
nóttina lá hún í fiatsæng í borð-
stofunni, sem skömmu áður hafði
verið yfirfull af ungum stúlkum
er töluðu hver í munninn á ann-
arri, átu konfekt og reyktu vindl-
inga. Ilún var vön að vera ein í
herbergi. Hún formælti, þó lágt,
þegar mennirnir „villtust" og
hrundu upp dyrunum að borðstof-
unni og ungu stulkurnar æptu og
þutu í „ofboði“ upp úr bælunum í
náttklæðunum einum. Hún, sem
taldist til hinna róttækari meðal
skólasystkina sinna og var hreyk-
in af, hún fékk nú staðfest það,
sem hún hafði alltaf sagt, að mið-
stéttirnar væru verstar.
Hún hét Annie Aars og var þeg-
ar af æskuskeiði, fannst henni, lið-
lega tuttugu og finim. Daginn eft-
ir átti hún ekki annars kost en
sitja í reyksalnum og virða fyrir
sér hina gestina, meðan hún sog-
aði hægt að sér reykinn úr vindl-
ingum sínum. Henni var ljóst, að
leyfisdagarnir voru misheppnaðir.
Hún var stúdent og vann i lög-
fræðiskrifstofu og las lög í tóm-
stundum sínum. Þetta vor hafði
hún lesið rómversk lög á eigin spýt-
ur og hafði hug á að gera þau að
aðalnámsgrein sinni. Hún fann, að
einmanakenndin var farin að
sverfa að henni. Stúdentahópur-
inn, sem hún hafði umgengizt
helzt, var farinn að þynnast. Ungu
mennirnir tóku próf og höfðu nóg
að gera að vinna fyrir brauði sínu.
Tveir þeirra giftust ungum stúlk-
um utan klíkunnar. Nokkur vin-
áttuhjónabönd urðu að heiðarleg-
um hjúskap með börnum og fjár-
hagsörðugleikum. Bezta vinstúlka
hennar gerðist blaðamaður við
borgaralegt dagblað. Hópurinn tók
2
HEIMILISRITIÐ