Heimilisritið - 01.07.1947, Blaðsíða 18

Heimilisritið - 01.07.1947, Blaðsíða 18
árum og konur, sem stunduðu hina elztu atvinnugrein, höfðu oft fund- ist þar liggjandi eftir barsmíðar. Vagnstjóranúm brá ekki verulega við slíka sjón, ofbeldisverk voru daglegur viðburður í East End; hann ákvað að segja lögreglunni frá hinni deyjandi konu — ef hann skyldi rékast á lögregluþjón. Það brást, og Emma Smith, fertug ekkja, sem nýlega var farin að stunda götuna, fannst ekki fvrr en seinna um nóttina. Þegar Emma Smith dó, án þess að hafa komist aftur til meðvit- undar, lét líkskoðunarmaðurinn í ljós álit, sem reyndist einstaklega spámannlegt:. Ég er hræddur um“, sagði hann, „að það verði framin fleiri samskonar morð. Þessi kona var drepin af manni. sem þekkir töluvert til líffærafræði. Það er því sennilegt að brjálaður maður sé hér að verki“. Það var samt ekki fyrr en seint í ágiist, að líkskerinn framdi næsta morðið. í þetta sinn var fórnar- lambið Marta Turner, einnig göt'u- drós. Lík hennar fannst úti fyrir óþrifalegu íbúðahúsi, innan hundr- að metra frá fyrri morðstaðnum. Ökumaður, Albert Crow að nafni, var á leið heim í leiguíbúð sina úr veitingakrá, er hann sá Mörtu Turner og áleit að hún væri drukkin. Kona, sem hét Reeves og átti heima steinsnar frá morðstaðn- um, fékk hræðilega martröð. Hún vaknaði oft milli miðnættis og morguns til þessa að fullyrða við mann sinn, sem varð hinn ergi- legasti, að einhvers staðar mjög nálægt væri eitthvað, hræðilegt að ske, sem hún þó ékki gat skýrt nán- ar. Og í morgunskímunni, klukkan liálf fimm um morguninn, fann eiginmaður frú Reeves líkið. Líkskoðunarmaðurinn benti strax á áberandi samræmi á þess- um tveimur morðum. í báðum tilfellum hafði fórnarlambið verið skorið á háls og síðan framin skurðaðgerð á líkinu, auðsjáan- lega með æfðum og fimum hönd- um. Fáeinum kvöldum síðar — þriðja september — heimsótti líkskerinn Whitechapel í þriðja sinn. Sama hryllingssagan endurtók sig. í þetta sinn var fórnarlambið einn- ig kona án siðferðisvottorðs — Mary Ann Nikholls, þrjátíu og átta ára. Iíún fannst limlest rétt fyrir ofan Essexbryggjuna. Skelfing tók að grípa um sig í Withechapel. Blöðin höfðu ekki ennþá, af velsæmisástæðum. látið þess getið, að allar þrjár konurn- ar hefðu verið systur í svndinni. Það hafði þær afleiðingar, að einn- ig siðsamar stúlkur urðu hrædd- ar við að fara út á þessum slóðum, eftir að kvöldsett var orðið. A- gjarnir loddarar fóru á stúfana og þóttust geta gert húsdyr manna öruggar. 16 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.