Heimilisritið - 01.07.1947, Blaðsíða 48

Heimilisritið - 01.07.1947, Blaðsíða 48
manna og sjúkra. Smith hlaut þann vitnisburð hjá skipstjóran- um, sem aðeins fáum getur nokk- urntíma hlotnazt: „Ég hef aldrei séð landhermann gegna sjómanns- starfi svona vel. Hann sýndi hina mestu hugprýði, allan tímann . . . Starfið var því örðugra, að enginn læknir var um borð“. Einn hinna særðu hermanna hef- ur sagt mér, að hann hafi legið á kviktrjám í tvo daga á söndunum rétt hjá Dunkirk, „í gráu reyk- skýi“ og hlustað á kúlurnar springa allan daginn og liðlanga nóttina. Hann var fluttur í burtu á tundur- spilli þetta kvöld. Þessa síðustu daga höfðú her- menn okkar haldið varnarlínu rétt fyrir utan austurtakmörk Dun- kirkborgar. Skothríð frá tundur- spillum okkar á víkinni var þeim til aðstoðar. Við fluttum mikinn fjölda af Frökkum, því að mest allt lið okkar var þegar farið. Síð- ustu menn, sem biðu, voru kallað- ir þetta kvöld. Kl. 11 um kvöldið tilkynnti sjóliðsforinginn, sem var á verði: „Brezki Meginlandsherinn hefur verið fluttur á brott“. Alls hafði 31.427 mönnum verið bjargað þennan dag. Einu spitala- skipi og tveim togurum hafði verið sökkt. Eitt spítalaskip, eitt beiti- skip, tundurspillir og togari höfðu laskast mjög alvarlega. Vitanlega sluppu mjög fá skip við einhverj- ar skemmdir. Klukkan átta um kvöldið sá eitt af flutningaskipum okkar nauð- stadda seglskútu. Nokkuð af segl- skipum var notað í flutningunum, því að þau báru mikið, en voru grunnskeið. Þessi skúta var ein- göngu mönnuð hermönnum, en enginn sjómaður var innanborðs. Einhvernvcginn höfðu þeir siglt henni alla leið vestur undir Good- win sanda. Hvað var orðið af skips- höfninni? Sennilegt er, að skútan hafi verið dregin mannlaus til Dunkirk. Nú var hún dregin til Englands. Ekki verður komist hjá því, í frásögn af þessum degi, að minnast nokkuð á fráfall Cloustons skip- herra, sem í sex óttalega daga „hafði framkvæmt göfugt starf á garðinum við Dunkirk“. Hann fór til Dover á laugardags- kvöldið, til þess að gefa skýrslu um ástandið, og veita viðtöku lokafyrirskipununv um flutninga á sunnudagskvöldið. Hann lagði af stað frá Dover þann dag á vél- snekkju ásamt einum sjóliðsforing- ja og nokkrum sjómönnum. Onnur vélsnekkja var samferða þeim. A leiðinni urðu þeir fyrir flugvélaá- rás. Bátur hans varð ósjófær og tók að sökkva. Clouston benti mönnunum í hinum vélbátnum að forða sér áður en þeim yrði sökkt. Clouston og sjóliðsforinginn, sem voru hinir einu er lifðu af loftá- 46 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.