Heimilisritið - 01.07.1947, Blaðsíða 39

Heimilisritið - 01.07.1947, Blaðsíða 39
ÓTTI Smásaga eftir Svönu Þorstemsdóttur Þegar ég var níu ára gömul varð móðir mín veik og lá rúmföst um tíma. Við bústjórninni tók þá gömul kona. Hún var góð við okk- ur systkinin og sagði okkur kynstr- in öll af sögum um álfa og huldu- fólk.’ Eimi'ig sagði hún(okkur sög- ur um verur, sem leyndust í ýms- um dimmum krókum og skúma- skotum og ættu stundum til smá hrekkjabrögð. Minnisstæðast varð mér, þegar hún missti næturgagnið úr hönd- um sér og innihald þess flæddi yf- ir nýskúrað fjalagólfið. „Þarna sjáið þið, þarna sjáið þið, börnin góð“ sagði hún æst. „Hann kippti því úr*f^5idunum á mér, bannsettur rokkurinn. — Þér skal ekki verða kápan úr því klæðinu!“ Hún steytti hnefann fram í kol- dimm göngin. Faðir minn brosti í kampinn. En þegar kerling byrjaði að lýsa undrakraftinum, sem atvikinu olli, harðbannaði hann henni að tala um drauga við börnin eða hræða þau á annan hátt. ★ „Þetta, að þú skyldir missa nið- ur koppinn, á ekkert skylt við vofur“, sagði hann. Ég sát á rúminu mínu og datt nú í hug, að vel gæti hugsast, að einhver hrekkjalómurinn leyndist undir því og myndi ef til vill fara að kippa í fætur mér, jafnvel draga mig með sér hver veit hvert. Til vonar og vara settist ég því á þær, eins og ég gerði oft þegar mér var kalt. Gunna gamla fór að þurrka af gólfinu, eldrauð í framan og auð- sjáanlega öskuvond, en pabbi hélt áfram að flétta reipi við rúmstokk- inn. Þremur árum síðar, þegar ég var orðin þvermóðskufullur stelpu- hnokki, tólf ára gamall, höfðu for- eldrar mínir flutt með okkur syst- kinin í kauptúnið. Kunningjarnir úr sveitinni komu þá að sjálfsögðu oft í heimsókn til okkar, þegar þeir voru á ferð. Þeirra á meðal var Kristján á Eyri, sem mér var einkar kærkominn gestur. Hann hafði ávallt frá einhverju að segja, HEIMILISRITIÐ 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.