Heimilisritið - 01.07.1947, Blaðsíða 46

Heimilisritið - 01.07.1947, Blaðsíða 46
stærri eða smærri skotum. Á flest- um voru áttavitar skekktir vegna sprenginga. Skipin létu illa að stjórn, og voru tiðum lek“. Þar sem þessi síðustu hryðjuverk ollu hreinni óvissu um afdrif þeirra, sem mest voru særðir, var það ákveðið, að varpa skyldi hlut- kesti meðal lækna, herpresta og yfirþjóna, eins og áður fyrri, um þá vegsemd að verða kyrrir og gæta hinna særðu manna. Hlutum var varpað, og hinir særðu skildir eftir í höndum gæzlumanna sinna. Þeim hefur ekki enn verið skipt né skilað, svo ég viti til. Áhorfandi ritar: „Himinninn var gersamlega svartur af brennandi olíu. Loftið var fullt af dökku olíu- kenndu sóti. Sjórinn var allur brák- aður þessu sama efni. Hermenn- irnir voru annaðhvort kámaðir svartri feiti eða ataðir grárri leðju, sem þyrlaðist upp úr blautri fjör- unni í sprengingunum. En einna á- takanlegast fannst mér að sjá hinn mikla fjölda af frönskum og belg- ískum hundum, sem hafði hænzt að hernum. Það var ömurlegt að sjá, þegar þeir voru að reyna að komast um borð í skipin. Þeir voru skotnir hundruðum saman“. En margir voru samt fluttir til Eng- lands. Hermenn borguðu kostnað- inn við sóttkvína með frjálsum samskotum. Um kl. 4.45 þennan dag, sáu þrjár brezkar orustuflugvélar þrjár óvinaflugsveitir í grennd við Dunkirk. í hverri -sveit var um ein tylft sprengjuflugvéla, og flugu þær í stórum sveigum yfir svæðið, en ein og ein lækkaði flugið og réðist á togara og báta með skot- hríð og sprengjukasti. Hinar þrjár brezku orustuflug- vélar dreifðu sér til árása. Hin fyrsta réðist þegar á sprengjuflugvél, sem var að hækka sig að afstaðinni árás, og skaut hana í sjó niður. Þá réðst hún á aðra og skaut hana einnig niður. Því næst á þá þriðju, laskaði stýr- isútbúnað hennar, og hún féll til jarðar. Þegar orustuflugvélin var að hækka sig úr þessari þriðju at- rennu, sá hún að allar óvinaflug- vélarnar voru flúnar nema ein, sem varð að leita felustaðar í skýja- þykkni. Önnur brezka flugvélin elti tvær óvinaflugvélar yfir Dunkirk. Önn- ur þeirra hrapaði stjórnlaust ofan í reykhafið yfir brennandi borg- inni. Þá sneri flugmaðurinn við og lagði til atlögu við tuttugu sprengjuflugvélar, sem enn voru þarna á sveimi. Hann skaut þeg- ar á þær, og varð ein þeirra að Tenda, mikið löskuð. Þriðja orustuflugvélin réðist sam- tímis á þrjár óvinasprengjuflug- vélar í hóp. Þrjár aðrar brezkar orustuflugvélar leystu hana af hólmi, en hún flaug á ný til hinna tveggja upphaflegu förunauta 44 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.