Heimilisritið - 01.07.1947, Page 31

Heimilisritið - 01.07.1947, Page 31
Albert Payson Terhune: BLÁI MIÐINN Hvað stóð á honum f JOHN THANE, ungur og dug- legur Ameríkumaður, er sendur til Frakklands í verzlunarcrindum. Hann hefur aldrei fyrr ferðazt til útlanda og kann ekki stakt orð í frönsku. Þegar hann kemur til Frakk- lands, síðla dags, fær hann sér her- ■ bergi í gistihúsi einu, en fer síðan inn í krá eina við hliðargötu. Við næsta borð situr ung, frönsk kona, sem brosir til hans hvað eftir ann- að. Iíann tekur engan veginn und- ir það, en bráðlega tekur hún blá- an skrifpappír upp úr tösku sinni, skrifar á hann nokkur orð og læt- ur hann svo detta við fætur sér. Svo lítur hún á hann þvðingar- miklu augnaráði, gengur út og hverfur á skammri stundu inn í mannfjöldann á götunni. ★ THANE verður forvitinn, og sér einnig eftir því að hafa ekki gripið tækifærið til þess að stofna til kunningsskapar við svo yndislega stúlku. Hann nær í miðann. A hann eru skrifuð nokkur orð á frönsku. Hann býst við, að unga konan hafi skráð einhverja orð- sendingu til hans og biður yfir— þjóninn að þýða það sem á mið- anum stendur. Yfirþjónninn renn- ir augunum yfir miðann, lítur svo á Thane hryllingskenndu augna- ráði og skipar honum að hafa sig á brott úr kránni. Þegar Thane er kominn til gisti- h^ss síns, segir hann hótelstjóran- um frá þessum einkennilega at- burði og sýnir honum miðann. Hótelstjórinn lítur á hann með viðbjóði. skipar honum að hafa sig tafarlaust á brott úr gistihúsinu og neitar að gefa nokkra skýringu. ★ AUMUR OG ringlaður stingur Thane miðanum í vasann og á- kveður að sýna hann ekki fleirnm í þ'essari einkennilegu borg. Þegar hann er kominn til Ame- ríku, segir hann forstjóranum við fyrirtækið, sem hann vann hjá, frá þessu einkennilega fyrirbæri. For- HEIMILISRITIÐ 29

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.