Heimilisritið - 01.07.1947, Blaðsíða 15
Hann svaraði €ngu, hann brosti
jafnvel ekki. Hún strauk fingrun-
um um varir hans, — „en ég vil
fá að halda áfram náminu — og
praktísera líka, — ef mig langar
til —
Iíann hélt áfram að stara á
hana; í augum hans var botnlaus
alvara, engin gleði, enginn sökn-
uður, ekkert bros’ engin sorg, ein- .
ungis botnlaus alvara ...
V.
Það liðu margar klukkustundir
og nú var komið að sólsetri; en
sólargeislarnir náðu þó enn að
skína á grashjallann litla. Hún sat
með höfuð hans í kjöltu sér, og
hana sárverkjaði í skrokkinn; en
hún bærði ekki á sér. Einu sinni
stóð hún þó upp til að breiða
stormjakkann sinn yfir hann. Því
það var engu líkara en honum
væri kalt, þrátt fyrir sólskinið.
Hann var lengstum þögull. Hann
hélt bara áfram að horfa á hana
þessu sama alvöruþrungna augna-
ráði. Hún varð einnig þögul. hvísl-
aði einstaka gæluorði í eyra hans
öðru hvoru, „elsku vinur minn“,
og þvílíkt, meðan hún strauk yfir
andlit hans, eða lágði höndina að
vörum hans.
Eitt sinn laut hún niður að hon-
um og sagði: „Þú ert svo þögull.
Er eitthvað, sem þér leiðist?“ Þá
brosti hann , veiklulega: „Það er
dálítið sárt, þegar ég tala“. Litlu
seinna bað hann: „Kysstu mig“.
Hún lagðist niður við hlið hans
og vafði handleggjunum varlega
um höfuð hans. Síðan kyssti hún
hann, — það var í fyrsta sinn að
hún kyssti karlmann í alvöru.
Kossinn færði henni ekki gleði.
ek'ki svimandi haminaju. heldur
dulinn ótta, angist. Það fór kulda-
hrollur um hana alla. Hún gat ékki
sleppt vörum hans, og hún grét
meðan hún kyssti hann. Síðan fann
hún að höfuð hans varð máttlaust
í örmum hennar, hann gat ekki
meira. Hún reis hægt á fætur og
settist með höfuð hans í fanginu.
Hann lá með lokuð augu.
Hún hjalaði við hann eins og barn.
hún skyldi hjúkra honum niðri
í fjallaskála.num. hún var viss
um hún fengi leyfið sitt framlenst.
og ef það heppnaðist ekki. ætlaði
hún að gefa lögfræðinginn á bát-
inn. Gátu þau annars ekki gift sig
strax. Það var ekki nauðsvnlest
að þau hefðu þrjú herbergi og eld-
hús og stúlknaherbersi. þau áttu
að eiga hvort annað. Hafði hann
ekki sjálfur tvö herbergi, hann var
blátt áfram auðkýfinsur. Og hún
strauk honum yfir hárið og niður
andlitið og varirnar.
Síðan kom mannhjálpin, —
fjórir menn, og þeir höfðu með sér
tvo hesta. sleða og sjúkrabörur.
Þeir urðu að bera Mads Vinger
upp skriðuna og upp á stígmn. Þeir
sögðu ekki margt, en báru saman
HEIMILISRITIÐ
13