Heimilisritið - 01.07.1947, Blaðsíða 41

Heimilisritið - 01.07.1947, Blaðsíða 41
komin út á götuna var vandalaust að rata, því hún lá rennislétt út í útjaðar kauptúnsins, þar sem Grímur bjó. Grímur þessi var góður vinur minn og okkar barnanna. Hjá hon- um máttum við fela okkur bak við gluggatjöldin, undir rúminu eða í því, bak við sjóðandi eldavélina eða hefilbekkinn, sem hann var að smíða við. Stundum hjálpaði hann okkur til að troðast inn í matarskápinn, eða að hann faldi okkur undir hefilspónum. Og þeg- ar við fórum bað hann okkur um að koma fljótt aftur. — Hann var einsetumaMir og lifði á því að smíða húsgögn og annað slíkt fyrir héraðsbúa. Eg hafði ekki gengið langt eftir götunni, þegar ég varð þess vör, að mér var veitt eftirför. Óttinn læsti sig um mig. Stilling er bezta meðalið við hræðslu, bergmálaði í huga mér, en þó greikkaði ég spor- ið. Sá sem fylgdi mér eftir gerði slíkt hið sama. Mér datt í hug, að þetta væri eitthvert skólasystkina minna, sem þættist eiga mér grátt að gjalda, því að oft hafði ég strítt þeim. Þegar ég kom á móts við fanga- húsið mundi ég eftir vitfirringnum, sem þar átti að vera geymdur. Kannski væri það nú hann, sem á eftir mér fór. — Nei, ég hughreysti sjálfa mig með því, að það væri óhugsandi. Augu mín voru nú far- in að venjast myrkrinu, og ég á- áræddi að líta til hliðar. Sá ég ó- glöggt, að einhver skuggaleg vera þaut af götunni fyrir aftan mig inn í dimmt sund, sem var á milli fangahússins og næsta húss. Til hægri handar við mig lá þvergata, en framundan lá aðal- gatan yfir óbyggt svæði að húsi Gríms, er stóð nokkuð afsíðis. Það- an hélt vegurinn svo áfram upp í sveit. Ég var fegnari því, en frá þurfi að segja, að hafa losnað við fylgi- naut minn. Nú neyddi ég sjálfa mig til að ganga hægt og rólega, en hugurinn flaug heim til Gríms vinar míns; þegar þangað kæmi þurfti ég ekkert að óttast lengur. Þegar ég nálgaðist hús hans fór ég að hlaupa. Ég skauzt niður með húsinu, að útidyrunum og tók í húninn. Hurðin var aflæst — eng- inn heima .. . Þaðan sem ég stóð sást vfir auð- an vegarspottann, að húsasund- inu, þar sem veran hafði horfið. Mér til mikillar skelfingar fannst mér svartur skuggi, enn svartari en myrkrið, vera þar á stjái, gægj- ast fyrir húshornið og skæla sig framan í mig, að því er mér virt- ist. Mér var engrar undankomu auð- ið. — Jú, Halldóra bjó í hinum enda hússins. Ég gæti beðið hana um kaffið og talað við hana dá- 'litla stund, þangað til Grímur HEIMILISRITIÐ 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.