Heimilisritið - 01.07.1947, Blaðsíða 53
tónlist; og málverk voru auðvitað
mesta hugðarefni hans. Hún lyfti
fingurgómunum og þrýsti þeim að
vörunum, sem hann hafði kysst, og
það voru einmitt málverk, sem
þessi stúlka reyndi að tæla hann
með. Iíún hafði veitt því athygli,
hvernig hún reyndi að sýnast vel
að sér á því sviði í boðinu síðast-
liðinn sunnudag. Þarna hafði hún
setið • með merkisvip og sagt:
„Finnst yður það ekki. Sam?“ og:
„Finnst yður hann ekki bara efni-
legur, Sam?“
„Elskan mín“, sagði Celia við
borðið, þegar þau minntust á það
boð, „ég bauð henni hingað á mið-
vikudagskvöldið“.
„Hverri?“
Hjarta hennar hoppaði af gleði.
Hann skildi ekki einu sinni við
hverja hún átti! „Ég kenni í brjósti
um hana“, sagði Celia; og andar-
tak rifjuðust upp fyrir henni gaml-
ir dagar, áður en hún kynntist
Sam og varð einnig að vinna fyrir
sér. ...
A efrir, þegar þau sátu saman í
setustofunni og hann var að lesa,
hugsaði hún um það. hversu náin
þau voru hvoru öðru. Þannig hafði
hún fundið, ósjálfrátt skynjað, á-
form stúlkunnar. Eiginkonur höfðu
sérstakt skilningarvit á þessu sviði.
Hún fylltist fyrirlitningu og reiði
gagnvart óskammfeilni þessarar
stúlku, að hún skyldi reyna að
blekkja Sam. — Sú umhugsun kom
HEIMILISRITIÐ
Celiu til að titra. Hún fór að velta
því fyrir sér, hvort hún myndi geta
þolað það, að fá hana hingað, inn
á heimilið, hvort hún myndi geta
verið vingjarnleg við slíkan Júdas.
Hún stóð upp og horfði út um
gluggann niður á upplýst strætið.
Jú, hún yrði að gera það, sýna
stúlkunni, að hún væri ósmeyk,
sýna, að hún væri fær um að halda
hlut sínum.
Kvöldverðarboðið á miðviku-
daginn átti aðeins að vera byrjun-
in. Iíún þekkti manna bezt óþol-
inmæðina, sem gat gripið Sam, þeg-
ar hann vaT þreyttur og vildi ekki
vita af neinum nálægt sér nemá
henni sjálfri. Hún ætlaði að bjóða
stúlkunni aftur og aftur, þangað
til hann yrði dauðleiður á að sjá
hana; þangað til stúlkan ski'ldi
sjálf, að hún mætti sín einskis á
móti eiginkonunni gagnvart Sam.
Og þar að auki hlaut stúlkan að
hafa einhverja sómatilfinningu, og
ef kona Sams var vingjarnleg, „ef
hún heldur, að ég bera hlýjan hug
til hennar“, sagði Celia við sjálfa
sig, „þá vogar hún sér ekki, getur
hún ekki, haldið þessu áfram“.
HÚN SÝNDI stúlkunni minka-
kápuna á miðvikudagskvöldið og
hló áhyggjulausum hlátri, eins og
eiginkona, sem ekki þekkir annað
en aðdáun og eftirlæti.
„Hún er yndisleg“, sagði stúlk-
an. Það var allt og sumt. Svo fór
51