Heimilisritið - 01.07.1947, Blaðsíða 24

Heimilisritið - 01.07.1947, Blaðsíða 24
Svo rædduð þið um veðrið dá- litla stund og röltuð stefnulaust um götuna. Nú var þessi ókunni maður bú- inn að brjóta ísinn. Svo spurði hann: „Ætlarðu að gera eitthvað sérstakt í kvöld?“ Þér brá eitt.hvað við þessa spurningu. Iívaða náungi var þetta annars? Þú leizt snöggt framan í hann. Götuljósið varpaði bjarma á sakleysislegt andlit hans, og all- ur grunur þinn hvarf eins og dögg fyrir sólu. „Nei“, svaraðir þú. „Ég ætla ekki að gera neitt sérstakt. Hvers vegna 'spyrðu annars?“ Hann hló dálítið vandræðalega. „Ég þekki nefnilega slyngan miðil og dávald, sem býr hérna rétt hjá. Ég var á leiðinni heim til hans til að sjá einhver af hinum merkilegu fyrirbrigðum, sem gerast hjá hon- um, þegar ég mætti yður. Ég rnyndi ekki verða alveg eins hjart- veikur, ef þér kæmuð með mér“. Þetta var dálítið spennandi. En------- „Hvað kostar þetta hjá hon- um?“ spurðir þú. Ungi maðurinn hló glaðlega og vingjarnlega. „Það kostar alls ekk- ert“, svaraði hann. „Sannur miðill okrar ekki á hæfileikum sínum. Það gera ekki aðrir en andabrask- arar og óþjóðalýður!“ „Gott og vel“, sagðir þú. Þér létti við að heyra, að þetta kost- aði ekkert. ,:Ég vil reyna allt og prófa allt“. „Komið þér þá“, sagði ungi mað- urinn. * HANN fór með þig að geysi- stórri sambyggingu. Þrekinn þjónn kom til dvra. Hann horfði á ykkur rannsakandi og tortryggnislega. Svo vísaði hann ykkur inn í lítið móttökuherbergi. Þar sat dverg- vaxinn krypplingur. Ómögulegt var að gizka á aldur hans. Hann stóð upp til þess að fagna gestunum. Gulleitt hörundið var strengt utan um hauskúpuna á honum. Augnaráðið var hvikult, augun dökk og slóttug. Fyrst leit hann á félaga þinn, en svo á þig. „Jæja?“ sagði hann mjóum, skrækum rórni og leit aftur á fé- laga þinn. „Herra minn“, sagði ungi mað- urinn og hneigði sig. „Hér er mað- urinn, sem þér^sögðuð mér að ná í“. „Þú .hefur leyst verk þitt vel af hendi, lærisveinn“, mjálmaði dvergurinn, og kroppinbakaður búkurinn hristist lítið eitt, eins og hann væri að skemmta sér yfir ein- hverju. „Þú mátt fara“. Undrandi og móðgaður snerir þú þér snögglega að förunaut þínum. En nú virtist hann breyttur. í björtu ljósinu í herberginu virtist hann ekki jafn viðkunnanlegur og úti á götunni. 22 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.