Heimilisritið - 01.07.1947, Blaðsíða 21
sennilega hefur verið að koma út
til næturiðju sinnar, var klæddur
dökkum yfirfrakka, sem tók næst-
um niður á ökla, og með svartan,
siútandi hatt.
Líks'kerinn var gæddur þessu
sjötta skilningarviti, sem varar dýr
við yfirvofandi hættu. Hann tók
eftir illa duldu augnaráði Parkers
og skynjaði strax, að hann hefði
þekkt sig, flýði inn í stórt leigu-
hús, og Parker, sem veitti honum
eftirför, villtist brátt í völundar-
húsi af sóðalegum göngum, fullum
af rottum og skorkvikindum.
SKELFINGIN í Whiteohapel
varð nú næstum áþreifanleg. Viss
tegund synda lagðist að mestu nið-
ur vegna þess að iðkendur hennar
voguðu sér ekki framar út. Bók-
staflega hver maður — jafnvel al-
þekktir misindismenn á þessum
slóðum — var nú leynilögreglu-
maður á verði fyrir líkskeranum.
Þrátt fyrir allt þetta hélt lík-
skerinn áfram að brennimerkja sig
Kainsmarkinu einsog engin hindr-
un væri í vegi. Næstu vikur fannst
hvert líkið eftir annað, venjulega
milli klukkan ellefu og tólf á kvöld-
in. Sérhver nýr glæpur var nauða-
líkur þeim fyrri. 011 fórnarlömbin
voru götudrósir. Lík sumra þeirra,
einsog verið hafði um löngu Lísu,
fundust aðeins fáeinum mínútum
eftir að þær höfðu sézt á lífi.
Oft bar það við að líkskerinn
lét til sín taka á stöðum þar sem
fjöldi lögreglumanna var á verði
fyrir honum. Þetta varð til þess að
lijátrúarfullt fólk fór að trúa því,
að hann væri ekki mennsk vera,
heldur einhverskonar vofa, sem
gæti birzt og gert sig ósýnilega eft-
ir vild.
Skelfingarástandið í Whitechap-
el, hin dapurlegu jól árið 1888,
hrópaði til himins um raunverulega
Sherlock Ilolmes-persónu, sem 29
ára gamall læknir í London, Conan
Doyle að nafni, haifði skapað ár-
inu áður í bók, sem nefndist Rauða
gátan. Því líkskerinn hefði vel get-
að verið virðulegur læknir að degi
til, en djöfull í mannsmynd á nótt-
unni, líkt og Jekyll. sem Róbert
Louis Stevenson ha'fði skapað með
ímyndunarafli sínu tveim árum áð-
ur í bókinni Dr. Jekyll og Mr.
Ilyde.
Líkskerinn varð æ ófyrirleitnari.
Iíann tók að hrella Skotland Yard
með bréfum, skrifuðum með blóði,
og hæðast að þeim fyrir að geta
ekki handsamað sig. Eina nóttina
breytti hann ofurlítið um aðferð
með þvi að taka burt annað nýrað
úr fórnarlambi sínu — ekki svo
vandalaus skurðaðgerð — og sendi
það í pósti til Yardsins. Hann skrif-
aði dagblöðunum og kvaðst myndi
halda áfram að drepa aðeins vænd-
iskonur. „Siðsamar stúlkur", sagði
hann, „Þurfa ekkert að óttast“.
Það kann að vera, að aðrir morð-
HEIMILISRITIÐ
19