Heimilisritið - 01.07.1947, Blaðsíða 43

Heimilisritið - 01.07.1947, Blaðsíða 43
eftir lokunni á útidyrahurðinni heima. Mamma kom á móti mér, þegar ég opnaði eldhúsdyrnar. „Guð almáttugur! Hvað hefur komið fyrir þig?“ I fvrstu svaraði ég engu. Ég gat ekki komið upp orði, svo örmagna var ég. Þó hafði ég rænu á að af- læsa hurðinni, en hné svo niður. Móðir mín bar mig inn í rúm, hlúði að mér og ítrekaði spurn- ingu sína, um, hvað komið hefði fyrir. „Ekkert, ekkert sérstakt“, svar- aði ég slitrótt og skjálfandi. Móðurhöndin, þrútin með dökk- um sprungum, strauk hár mitt blíðlega upp frá enninu. „Geturðu ekki sagt mömmu, hvað að er?“ Ég heyrði fótatak úti á götunni, og það færðist nær og nær. Einhver gekk upp að húsinu og tekið var í útidyrahurðina. Þegar gengið hafði verið úr skugga um, að þær voru aflæstar, var barið. Mamma stóð upp og æblaði að opna. „í guðs bænum opnaðu ekki. Það er hann!“ „Hver hann?“ „Hann, sem elti mig. Hann, vit- firringurinn". Ég sá, að móðir mín náfölnaði og greip í dyrastafinn. „Elti hann þig? Og hvað gerði hann?“ „Ekkert, hann — hann bara elti mig“. „Náði hann ekki í þig?“ „Nei“. „Guði sé lof!“ Aftur var barið að dvrum, og nú harkalegar en fyrr. Móðir mín horfði óttaslegin til dyranna, en ansaði ekki. Svo voru nokkur létt högg barin á eldhús- gluggann og kunnug rödd kallaði: „Eruð þið háttuð?“ ðlóðir mín hljóp til dyranna og opnaði þær aðeins svoj að Grímur gæti smogið inn. „Hvaðan ber þig að?“ spurði hún. „Ég komst í að elta vitleysing- inn. Hann slapp svo að segja um leið og hann var látinn inn. Við höfum verið að leita hans eitt- hvað á annan tíma, en loksins náðum við honum á leiðinni upp í sveit. — En ósköp lokið þið ann- ars snemma. Klukkan er efcki nema niu“: Móðdr mín svaraði engu, en leit í áttina til mín. Grímur settist á rúmstokkinn og tók hendur mínar í lófa sér og strauk þær þegjandi. Allt var nú breytt í mínum augum; ég vissi ekki hvernig. Ég var ekki lengur barn. Hræðilegur veruleiki lífsins hafði smogið inn í sál nrina: ótt- inn — óttinn við lífið. ENDIR HEIMILISRITIÐ 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.