Heimilisritið - 01.07.1947, Blaðsíða 11

Heimilisritið - 01.07.1947, Blaðsíða 11
Og það er eitthvað að vinstri handleggnum og fætinum ... En ég verð að reyna að komast upp úr læknum — hér er fjandi kalt. — Haldið þér að þér getið spennt af mér bakpokann?“ Hún varð skelfd þegar hún sá, hvað hann var fölur, og hún hjálp- aði honum með varúð að losa um bakpokann. Hann fann víst ékki til nema þegar hann hreyfði sig. Iiann horfði á hana með augna- ráði, sem smaug í gegnum hana — augnaráði er sárbændi hana um að finnast, að hann bæri sig ekki of illa, og hemni lá við að bresta í grát. Hún harkaði af sér og studdi hann, — „einn, tveir, þrír“, sagði hann milli tannanna, — hann sparn við með hægra fætinum, og hún dró hann upp úr. Síðan lá hann á þurrum bakk- anum, hún hafði ýtt bakpokanum undir höfuð 'hans. Hann var grá- hvítur í framan, líkt og snjór í leysingum, augun voru lokuð. Hún horfði ýmist upp eða miður gil- brekkuna, hvernig gátu þau kom- izt héðan, og þegar henni varð aftur litið til hans, hafði hann opn- að augun og horfði á hana. „Þér vilduð víst ekki gefa mér svolítið víntár?“ sagði hann biðjandi, — „og eina sígarettu". — „Þér skuluð fá mat og vín og tóbak“, hún fylít- ist starfsáhuga og tæmdi bakpok- ann, „ég ætla að fá mér dreitil lí'ka, þér gerðuð mig óskaplega hrædda“. — „Ég hagaði mér eins og kjáni“, sagði hann, „líkt og ég hefði aldrei gengið á fjöll“. — Hún studdi undir hnakka hans meðan hann kingdi víninu. Hún fann, að hann skalf. „Er yður kalt — vin- ur minn — þér skjálfið, þér verð- ið að skipta um föt“, sagði hún ákveðin, „það er ekkert undanfæri, þér hafið líka skiptiföt með yð- ur“. Hann skotraði augunum til særða handleggsins: „Ég er hrædd- ur um, að ég geti það ekki“. — „En ég hef alltaf heyrt, að það væri ékki hættulegt, þótt maður bryti í sér fáein rif“, sagði hún hughreystandi, „og þér verðið að skipta. Ég skal hjálpa yður“. —■- „Þér — aldrei“ Hún rótaði í bak- pokanum hans, fann .nærbuxur, sokka, ilskó. „Nú megið þér ekki vera með ueinn tepruskap, hví skyldi ég ekki geta skipt á yður, þér liggið þarna og verðið innkulsa mín vegna“. Hann brosti, þegar hún sagði „mín vegna“, — hún sagði það svo fallega. „Og svo get- ið þér skriðið niður í svefnpokann — þar hlýnar yður, og þá er öllum boðorðum velsæmisins fylgt. Hérna læt ég þurru fötin, ég skal snúa mér undan á meðan, fyrst þér eruð svona viðkvæmur“. Hún kveikti sér í vindlingi, sneri við honum baki og stóð hreyfingar- laus, há og hnarreist. Himinninn var djúpur og blár. „Nú, hvernig gengur?“ — „Það gengur ekki“, HEIMILISRITIÐ 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.