Heimilisritið - 01.07.1947, Síða 11

Heimilisritið - 01.07.1947, Síða 11
Og það er eitthvað að vinstri handleggnum og fætinum ... En ég verð að reyna að komast upp úr læknum — hér er fjandi kalt. — Haldið þér að þér getið spennt af mér bakpokann?“ Hún varð skelfd þegar hún sá, hvað hann var fölur, og hún hjálp- aði honum með varúð að losa um bakpokann. Hann fann víst ékki til nema þegar hann hreyfði sig. Iiann horfði á hana með augna- ráði, sem smaug í gegnum hana — augnaráði er sárbændi hana um að finnast, að hann bæri sig ekki of illa, og hemni lá við að bresta í grát. Hún harkaði af sér og studdi hann, — „einn, tveir, þrír“, sagði hann milli tannanna, — hann sparn við með hægra fætinum, og hún dró hann upp úr. Síðan lá hann á þurrum bakk- anum, hún hafði ýtt bakpokanum undir höfuð 'hans. Hann var grá- hvítur í framan, líkt og snjór í leysingum, augun voru lokuð. Hún horfði ýmist upp eða miður gil- brekkuna, hvernig gátu þau kom- izt héðan, og þegar henni varð aftur litið til hans, hafði hann opn- að augun og horfði á hana. „Þér vilduð víst ekki gefa mér svolítið víntár?“ sagði hann biðjandi, — „og eina sígarettu". — „Þér skuluð fá mat og vín og tóbak“, hún fylít- ist starfsáhuga og tæmdi bakpok- ann, „ég ætla að fá mér dreitil lí'ka, þér gerðuð mig óskaplega hrædda“. — „Ég hagaði mér eins og kjáni“, sagði hann, „líkt og ég hefði aldrei gengið á fjöll“. — Hún studdi undir hnakka hans meðan hann kingdi víninu. Hún fann, að hann skalf. „Er yður kalt — vin- ur minn — þér skjálfið, þér verð- ið að skipta um föt“, sagði hún ákveðin, „það er ekkert undanfæri, þér hafið líka skiptiföt með yð- ur“. Hann skotraði augunum til særða handleggsins: „Ég er hrædd- ur um, að ég geti það ekki“. — „En ég hef alltaf heyrt, að það væri ékki hættulegt, þótt maður bryti í sér fáein rif“, sagði hún hughreystandi, „og þér verðið að skipta. Ég skal hjálpa yður“. —■- „Þér — aldrei“ Hún rótaði í bak- pokanum hans, fann .nærbuxur, sokka, ilskó. „Nú megið þér ekki vera með ueinn tepruskap, hví skyldi ég ekki geta skipt á yður, þér liggið þarna og verðið innkulsa mín vegna“. Hann brosti, þegar hún sagði „mín vegna“, — hún sagði það svo fallega. „Og svo get- ið þér skriðið niður í svefnpokann — þar hlýnar yður, og þá er öllum boðorðum velsæmisins fylgt. Hérna læt ég þurru fötin, ég skal snúa mér undan á meðan, fyrst þér eruð svona viðkvæmur“. Hún kveikti sér í vindlingi, sneri við honum baki og stóð hreyfingar- laus, há og hnarreist. Himinninn var djúpur og blár. „Nú, hvernig gengur?“ — „Það gengur ekki“, HEIMILISRITIÐ 9

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.