Heimilisritið - 01.07.1947, Blaðsíða 32
stjórinn c-r innfæddur Frakki og
hefur vcrið vinur föður hans í
fjölda morg ár. Forstjórinn segir,
að þetta hljóti að vcra einhver
klúr brandari og býðst til þess að
ráða gátuna. En þegar Thane sýn-
ir honum miðann, einblínir for-
stjórinn á pappírinn og það fara
hryllingsdrættir um andlit hans.
Hann hendir miðanum framan i
Thane, skipar honum að hypja sig
burt úr skrifstofunni og rekur hann
úr þjónustu fyrirtækisins.
Atvinnulaus og örvinlaður staul-
ast Thane út á götuna. Hann hef-
ur ekki einungis glaitað hugarró
sinni, heldur einnig atvinnunni, —
og allt saman er þetta að kenna
nokkrum orðum, skrifuðum á blá-
an nriða!
★
LOKSINS dettur honum ráð í
hug. Gamla barnfóstran hans, sem
ber nrikla umhyggju fyrir honum,
er frönsk. Hann fer heinr til henn-
ar og rekur raunir sínar fyrir henni.
Hún sver og sárt við leggur, að
hún skuli þýða fyrir hann það, sem
á nriðanunr standi.
Unr leið og hann setzt niður
dregur hann marghleypu upp úr
vasa sínunr og leggur hana á borð-
ið nrilli þeirra.
„Þýddu nú rétt og umbúða-
laust“, segir hann. „Annars fer ég
ekki lifandi út úr þessu herbergi".
Hún kinkar kolli og biður hann
að fá sér miðann.
Thane stingur hendinni niður í
vasann, þar sem hann hafði alltaf
geymt miðann. Svo fálmar hann
nreð nróðursýkislegunr tilburðum
úr einunr vasanum í annan. Mið-
inn var horfinn. Thane sá hann
aldrei síðan.
E N D I R
Ö1 eða kampavín
Ilermaður einn kom með laglega stúlku inn í veitingahús. Þegar ]>au
voru sezt spurði hann: „Hvort viitu heldur öl eða kampavín?“
„Eg vil heldur kampavín“, sagði stúlkan, „því þegar ég drekk það. verð
ég svo bjartsýn og léttlynd. Mig dreymir þá fagra drauma bœði í vöku og
svefni. Mig dreymir að ég liggi nakin í mjúkum, lieitum fjörusandinum. Eg
sé mvndarlegan karlmann nálgast mig. Hann kemur til mín og krýpur við
hlið mína og horfir djúpt í augu mér. Svo steypir hann sér í hafið, kafar og
kemur upp með skeljar, fullar af fegurstu perlum, sem hann stráir yfir mig.
En þegar ég drekk öl, þá ropa ég bara“.
Saklaus íyndni
Dómarinn: — Eruð þér saklaus eða sekur?
Fangir.n: — Gettu fyrst.
30
HEIMILISRITIÐ