Heimilisritið - 01.07.1947, Blaðsíða 16
ráð sín og lyftu Mads Vinger var-
lega upp á börurnar. Hann kveink-
aði sér þegar þeir hreyfðu við hon-
um. Hún tók saman vosklæðin,
tróð þeim í bákpokann og kleif á
eftir mönnunum upp brattann.
Hún hélt niðri í sér andanum,
hveaiær sem hann kveinkaði sér.
Hann lá á sleðanum þegar hún
kom upp, hvítur í framan og með
'lokuð augu, líkt og liðið hefði yfir
hann. En þá bærði hann aðra
höndina, og hún greip um hana.
Síðan stóð hún há og keik og
horfði á mennina. Þeir máttu halda
hvað þeir vildu.
Þeir kræktu fyrir vatnið til að
forðast verstu ófærðina. Fyrsta
spölinn gekk hún með sleðanum,
og hann horfði stundum til henn-
ar. Síðan hnigu augnalokin aftur.
Iíann kveinkaði sér ekki lengur.
Mennirnir yrtust ekki á, en studdu
sleðann, þar sem torfærur voru ...
Þegar kom niður að vatninu, varð
vegurinn svo mjór, að hún varð að
hætta að ganga við hlið hans. Hún
drógst dálítið aftur úr. Hún var
ekki gönguvön, skórnir hennar
voru lélegir og hún hafði fengið
hælsæri. En hún gekk hnarreist og
keik og kvöldsólin lék í björtu hári
hennar. Síðan hvarf sólin bak við
fjöllin. landið fölnaði, vatnið grán-
aði, það var kvöldsett, og þau
héldu enn áfram. Tvær stjörnur
kviknuðu á ljósum himninum, föl-
ar og fjarlægar.
Hún gékk há og keik eftir sleð-
anum, hún hrasaði stundum, en
stóð jafnskjótt upp aftur. Það
ískraði og gnast í meiðunum, ferð-
in gekk seint og hægt. Hún sá
beint inn í himininn, yfir sleðann
og inn í himininn, inn í framtíðina
gekk hún. Hún brosti hátíðlega að
örðugleikunum, sem kynnu að
mæta henni, hún óttaðist þá ekki.
Hún skyldi sigrast á þeim öllum,
einnig því, hve ólík þau voru, hún
skyldi vinna hann á sitt band með
því að gefa sjálfa sig. Hún átti
allt lífið framundan til að vinna
þennan sigur. Sumarnóttin var
þrungin framtíð og hamingju.
Þau komu að túnjaðrinum. Það
var ljós í gluggunum. Það stóðu
nok'krir ferðamenn við tröppurnar,
í þéttum hnapp, þeir hvísluðust á.
Hún skotraði augunum til þeirra,
þeir stóðu víst þarna af forvitni;
þeir máttu halda hvað þeir vildu.
En skyndilega var eins og grúf-
andi þögnin, sem hvíldi yfir öllu
þessu fólki, gripi hana sjálfa skelf-
ingartökum. Hversvegna var það
svona þögult? Hún gekk að sleð-
anum, henni varð litið á hann, sem
þar lá, og hún tók að skjálfa: húi^
leit. skelfd til mannanna og á Ber-
it, sem kom gangandi yfir túnið.
En hún skildi ékki hvað hafði
gerzt, fyrr en mennirnir tóku hljóð-
lega ofan höfuðfötin um leið og
þeir lutu áfram og lyftu börunum
varlega upp ... exdir
14
HEIMILISRITIÐ