Heimilisritið - 01.07.1947, Side 48

Heimilisritið - 01.07.1947, Side 48
manna og sjúkra. Smith hlaut þann vitnisburð hjá skipstjóran- um, sem aðeins fáum getur nokk- urntíma hlotnazt: „Ég hef aldrei séð landhermann gegna sjómanns- starfi svona vel. Hann sýndi hina mestu hugprýði, allan tímann . . . Starfið var því örðugra, að enginn læknir var um borð“. Einn hinna særðu hermanna hef- ur sagt mér, að hann hafi legið á kviktrjám í tvo daga á söndunum rétt hjá Dunkirk, „í gráu reyk- skýi“ og hlustað á kúlurnar springa allan daginn og liðlanga nóttina. Hann var fluttur í burtu á tundur- spilli þetta kvöld. Þessa síðustu daga höfðú her- menn okkar haldið varnarlínu rétt fyrir utan austurtakmörk Dun- kirkborgar. Skothríð frá tundur- spillum okkar á víkinni var þeim til aðstoðar. Við fluttum mikinn fjölda af Frökkum, því að mest allt lið okkar var þegar farið. Síð- ustu menn, sem biðu, voru kallað- ir þetta kvöld. Kl. 11 um kvöldið tilkynnti sjóliðsforinginn, sem var á verði: „Brezki Meginlandsherinn hefur verið fluttur á brott“. Alls hafði 31.427 mönnum verið bjargað þennan dag. Einu spitala- skipi og tveim togurum hafði verið sökkt. Eitt spítalaskip, eitt beiti- skip, tundurspillir og togari höfðu laskast mjög alvarlega. Vitanlega sluppu mjög fá skip við einhverj- ar skemmdir. Klukkan átta um kvöldið sá eitt af flutningaskipum okkar nauð- stadda seglskútu. Nokkuð af segl- skipum var notað í flutningunum, því að þau báru mikið, en voru grunnskeið. Þessi skúta var ein- göngu mönnuð hermönnum, en enginn sjómaður var innanborðs. Einhvernvcginn höfðu þeir siglt henni alla leið vestur undir Good- win sanda. Hvað var orðið af skips- höfninni? Sennilegt er, að skútan hafi verið dregin mannlaus til Dunkirk. Nú var hún dregin til Englands. Ekki verður komist hjá því, í frásögn af þessum degi, að minnast nokkuð á fráfall Cloustons skip- herra, sem í sex óttalega daga „hafði framkvæmt göfugt starf á garðinum við Dunkirk“. Hann fór til Dover á laugardags- kvöldið, til þess að gefa skýrslu um ástandið, og veita viðtöku lokafyrirskipununv um flutninga á sunnudagskvöldið. Hann lagði af stað frá Dover þann dag á vél- snekkju ásamt einum sjóliðsforing- ja og nokkrum sjómönnum. Onnur vélsnekkja var samferða þeim. A leiðinni urðu þeir fyrir flugvélaá- rás. Bátur hans varð ósjófær og tók að sökkva. Clouston benti mönnunum í hinum vélbátnum að forða sér áður en þeim yrði sökkt. Clouston og sjóliðsforinginn, sem voru hinir einu er lifðu af loftá- 46 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.