Heimilisritið - 01.03.1948, Blaðsíða 7
ins eimi kemur í staðinn; ég er
farinn að hugsa um skólasystur
mína eina saman.
Nú lítur hún upp og horfir til
min, brosir og kinkar kolli.
Ég er aðeins of seinn að líta
undan, svo ég gríp til þess ráðs
að hleypa brúnum og látast vera
að hugsa.
Skólasystir verður kímin á
svipinn. Hún vcit, að ég er mjög
fákunnandi í stærðí’ræði, enda er
það ekkert leyndarmál.
S\'o fer hún að reikna aftur og
grúfir sig ofan yfir blaðið sitt, en
ég set brýrnar í samt lag og held
áfram að horfa á vangamynd
skólasystur minnar.
Hún er dásamlega falleg; svo
falleg, að ég glevmi því alveg, að
ég er að taka próf í stærðfræði
og kann alltof lítið.
Og burt séð frá allri stærð-
fræði, finnst mér allt. í einu, að
ég sé mjög liamingjusamur að
eiga svona fallega skólasystur.
Nú leggur hún pennann frá sér
og teygir úr handleggjunum.
Hvílíkir armar!
Hún teygir líka úr fötunum,
hún er víst orðin þreytt. Ég horfi
á fætuma á henni, þar sem stóra-
táin kemur út úr skónum, og hef
það á tilfinningunni, að þetta sé
fallegasta stóratá í heimi.
Skólasystir lítur á mig og bros-
ir.
Ég fnm, að ég roðna upp í
hársrætur og jafnframt finnst
mér eins og eitthvað komist á
hreyl'ingu einhvers staðar innair
í mér.
Við horfumst í augu eitt
augnablik, svo líta bæði undan.
En þetta augnablik var líka nóg.
Ég skildi allt í einu, hvað var
að gerast hið innra með okkur
báðum. Við vorum nefnilega ást-
fangin hvort af öðru, ég og
skólasystir mín. Einkennileg til-
viljun, að yið skyldum fyrst
verða þess vör á stærðfræöiprófi,
en það sýnir, að jafnvel stærð-
fræði er ekki alls varnað.
FIMM mínútum síðar' erunx
við skólasystir komin fram á.
ganginn, framan við skólastof-
una. Hún lmippir í mig og hvísl-
ar:
— Heyrðu, gaztu lesiö það,
sem ég skrifaði á gólfið með stóru
tánni. Það var útkomán úr rúm-
málsdæminu, 28 litrar?
Ég hristi höfuðið og þagði.
E N D I R
Ótrúlegt en satt.
.V riugskóla í Yorkshire í Knglandi fell
einn nemandinii, Derek M. Sharp að
nafni. út úr flugvél í öOO feta htco. Kr hann
stevptist niður fanu hann að eitt’iyað kom
við liöfuðið á sér. Ósjállrátt þrekf hann í
]>etta og 'fann að hann greip um stélið á
Hugvélinni, sem liann hafði clottið út. úr..
Honuni tókst að klifra upp á v< lina. og.
flugmanninum heppnaðist svo að leiida ár
þess að hann sakaði.
HEIMILISRITIÐ