Heimilisritið - 01.03.1948, Blaðsíða 21
sem samanstendur af konu og
þrem uppkomnum börnum, er
hirðfólkið sem er hamingjusamt
yfir að þjóná honum. Eða brjóta
ekki neitt heilann um það,
hvórt þau fcéu hamingjusöm eða
ekki — þau þjóna honum, af rót-
gróinni hefð; gleðja sig af góð-
viid hans, og óttast reiði hans,
eins og ^tröllkonurnar óttuðust
þrumurnar undan hamri Þórs.
Vegna hans er allt heimilið
sett á annan endann — allur dag-
urinn fer í að gera horium til
geðs, vegsama hann og prísa —
í stuttu máli: Pabbi er þunga-
miðjan, öxullinn sem allir aðrir
hlutar vélarinnar lúta. Sé hann
vel smurður og gangi skrykkju-
laust, þá er allt í lagi og hægt
að draga andann léttar. En snú-
HEIMILISRITIÐ
ist hann skrykkjótt má búast
við sprengingu, svo allt leikur á
reiðiskjálfi.
En nú er orðið kvöldsett —
dagurinn kominn á leiðarenda og
sælustundirnar að nálgast. Aðal-
dyrnar opnast — hæ — hó, það
er kóngurinn sem kemur! Stól-
sessum er hagrætt; hár lagfært;
eldhúsverkum hraðað.
Litla drottningin hléypur í
skyudi fram í forstofuna, hengir
upp frakkann með áköfuni hand-
tökum.
— Hvernig hefurðu það/kall-
inn minP spvr hún og brosir lífið
eitt. en er tilbúin að breyta um
SA'ip eftir því, hyernig loftvog
skapsmunanna stendur.
Hann gefur frá sér ýmiskonar
rymjandi ergelsistóna, sem gæti
verið erfitt fyrir ókunnuga að
átta sig á — en hún hefur ævi-
langa reynslu að baki.
— Þetta hefur verið erfiður
dagur hjá þér — þú berð jaað
með þér. Komdu; inniskórnir
þínir eru fvrir frarnan ofninn.
Þetta stendur nákvaémiega
heima og hátignin smeygir þeim
á fætur sér, með aðstoð hjálp-
fúsrar dóttur, sem fer síðan frarn
með skóna hans, til að láta
bursta þá.
— Hvað fær maður að étaP
segir hann og opnar blaðið, se,m
liggur fyrir framan hann á borð-
inu.
19