Heimilisritið - 15.06.1949, Blaðsíða 37

Heimilisritið - 15.06.1949, Blaðsíða 37
]íta á Vibeku sem stúlkuna sína, en þrátt fyrir það' hafði enginn skipt sér neitt af honum í dag, nema Lissa Nagel, sem hann kærði sig ekki vitund um. Kjeld hegðaði sér aftur á móti ákjósanlega. Hann vék ekki frá Láru. Hann bar fyrir hana tösk- una og hjálpaði henni, eins og sannur riddari. En Níels virtist ekki veita þessu minnstu athygli. Hann lielgaði sig eingöngu Vibeku, og þegar hún vakti athygli hans á hinni riddaralegu framkomu Kjelds við Láru, hrósaði hann Kjeld á hvert reipi. Hrós hans náði hámarki, þeg- ar Kjeld bar Láru í fanginu vf- ir forarsvað á leið þeirra. Níels sá það og kallaði til Kjelds: „Þakka þér fyrir, þetta var vel gert!“ rétt eins og Kjeld hefði létt af honum þungri byrði. Vibeka var að því komin að gefast upp. Níels var auðsjáan- lega ekki viðbjargandi, dauð- yflinu því. Jafnvel þó hann hefði séð Kjeld kyssa Láru, myndi hann sjálfsagt hafa snúið sér kurteislega undan. En það, sem fékk Vibeku til að beita sér með endurnýjuðum áhuga að þessu viðfangsefni, var athugasemd, sem móðir hennar lét sér um munn fara við borðið þá um kvöldið. Þegar Vibeka sagði frá atburðum dagsins, minntist hún auðvitað á Láru, og móðir henri- ar sagði: „Mér hefur oft komið í hug, að það' hafi verið dapurlegt fyr- ir hana, þegar Jörgen Asfelt. flutti úr bænum. Já, nú eru bráðum tíu ár síðan. Hann og Lára voru sama sem trúlofuð, en svo varð Asfelt gamli gjald- þrota, og þau urðu að flvtja úr bænum, og hafa ekki komið hingað síðan. Faðirinn dó víst tveimur árum síðar, en ekki hef- ur frétzt, hvað orð'ið hefur um fjölskyldu hans. Það var sárt fyrir Láru. Hún var afar ást- fangin af syninum, veit'ég“. Veslings Lára. Að fengnum þessum upplýs- ingum gerði Vibeka sér- ennþá meira far um að opna augu Níelsar fyrir því, hvílík ágætis- stúlka Lára væri, og liversu mjög hann yrði að gæta þess að missa hana ekki. Hún lét ekkert tækifæri ónotað til að vera með Níels, og beindi samtalinu jafn- an að Láru til þess að geta sagt hrósyrði um hana. Það gekk svo langt, að litlu munaði að vin- fengi hennar og Karls Kramer væri lokið. Karl kom og bauð henni á verzlunarmannaballið. Vibeka horfði iðrunaraugum á hann. Hún hafði gert ýtarlegar áætlanir varðandi þetta hóf, og varð þvi að' segja við Karl: HEIMILISRITIÐ 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.