Heimilisritið - 15.06.1949, Blaðsíða 28

Heimilisritið - 15.06.1949, Blaðsíða 28
ómögulegt að fara héð'an, án þess að þrýsta elskunni enn einu sinni að mér. Parísarstúlkurnar eru hættulegar, Monsieur. Bílstjórinn hló.------A oui, monsieur, on comprend ca! Skömmu síðar stanzaði bíll- inn, og Robert de Vignon bað bílstjórann um að bera fyrir sig töskurnar inn í ganginn bak- dyramegin. Nokkrum mínútum síðar gekk hann út úr húsinu, en nú um aðrar dyr — og það var alls ekki auðvelt að þekkja hann aftur fyrir sama mann. Hann var kominn í ljósgrá föt, og í stað flókahattsins hafði hann nú skyggnishúfu á höfð'inu. Einnig voru gleraugun, sem hann hafði liaft, þegar hann fór frá hótel- inu, horfin. Það þarf að sjálfsögðu ekki að taka það fram, að de Vignon átti enga vinkonu í Vaugirard- götu, að hann vissi að tveir inn- gangar voru á húsinu og að hann hafði skipt um föt óséður í dimmum ganginum. Hann náði í annan leigubíl og ók til Lyon-járnbrautarstöðvar- innar. Þar keypti hann mið'a á fyrsta farrými til Monte Carlo. og í lestinni valdi hann sér auð- an klefa. Hann þurrkaði svit- ann af enninu, kveikti sér í sígarettu og óskaði þess innilega að lestin færi af stað. Rétt þeg- ar hún fór að hreyfast, var dyr- 26 unum hrundið upp og ung stúlka kom inn. Robert de Vignon sá strax að hún var ekki aðeins vel klædd heldur einnig mjög fögur. Hún hafði fallegt, Ijóst hár, augun voru dökk og skínandi, munnurinn dásamleg- ur og fæturnir — Robert minnt- ist þess ekki að hann hefði nokkru sinni séð jafn fagrar fæt- ur á nokkrum kvenmanni. Hún horfði augnablik kæruleysislega á liann, en settist síð'an gegnt honum í klefann í annað hornið úti við gluggann. Hún hafði aðeins litla hand- tösku með sér og lét liana í net- ið fyrir ofan sætið. Að því búnu fór hún úr pelsinum og meðan hún var að því, snéri hún baki að Robert de Vignon. Nú kom líkamsfegurð hennar enn betur í Ijós, og mjaðmirnar, sem mót- uð'ust í þunnum kjólnum, voru jafn freistandi og þær voru fagrar . — Hafið þér nokkuð á móti því að ég reyki? spurði Robert de Vignon kurteislega, er hún var setzt niður. — Nei, alls ekki, monsieur, ég reyki sjálf. Hún tók sígarettu- veski úr gulli upp úr töskunni og kveikti sér í sígarettu. Robert var ekki vanur að missa jafnvægið, þótt hann væri einn með ungum stúlkum, en nú var hann undarlega óstyrkur. HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.