Heimilisritið - 15.06.1949, Page 28

Heimilisritið - 15.06.1949, Page 28
ómögulegt að fara héð'an, án þess að þrýsta elskunni enn einu sinni að mér. Parísarstúlkurnar eru hættulegar, Monsieur. Bílstjórinn hló.------A oui, monsieur, on comprend ca! Skömmu síðar stanzaði bíll- inn, og Robert de Vignon bað bílstjórann um að bera fyrir sig töskurnar inn í ganginn bak- dyramegin. Nokkrum mínútum síðar gekk hann út úr húsinu, en nú um aðrar dyr — og það var alls ekki auðvelt að þekkja hann aftur fyrir sama mann. Hann var kominn í ljósgrá föt, og í stað flókahattsins hafði hann nú skyggnishúfu á höfð'inu. Einnig voru gleraugun, sem hann hafði liaft, þegar hann fór frá hótel- inu, horfin. Það þarf að sjálfsögðu ekki að taka það fram, að de Vignon átti enga vinkonu í Vaugirard- götu, að hann vissi að tveir inn- gangar voru á húsinu og að hann hafði skipt um föt óséður í dimmum ganginum. Hann náði í annan leigubíl og ók til Lyon-járnbrautarstöðvar- innar. Þar keypti hann mið'a á fyrsta farrými til Monte Carlo. og í lestinni valdi hann sér auð- an klefa. Hann þurrkaði svit- ann af enninu, kveikti sér í sígarettu og óskaði þess innilega að lestin færi af stað. Rétt þeg- ar hún fór að hreyfast, var dyr- 26 unum hrundið upp og ung stúlka kom inn. Robert de Vignon sá strax að hún var ekki aðeins vel klædd heldur einnig mjög fögur. Hún hafði fallegt, Ijóst hár, augun voru dökk og skínandi, munnurinn dásamleg- ur og fæturnir — Robert minnt- ist þess ekki að hann hefði nokkru sinni séð jafn fagrar fæt- ur á nokkrum kvenmanni. Hún horfði augnablik kæruleysislega á liann, en settist síð'an gegnt honum í klefann í annað hornið úti við gluggann. Hún hafði aðeins litla hand- tösku með sér og lét liana í net- ið fyrir ofan sætið. Að því búnu fór hún úr pelsinum og meðan hún var að því, snéri hún baki að Robert de Vignon. Nú kom líkamsfegurð hennar enn betur í Ijós, og mjaðmirnar, sem mót- uð'ust í þunnum kjólnum, voru jafn freistandi og þær voru fagrar . — Hafið þér nokkuð á móti því að ég reyki? spurði Robert de Vignon kurteislega, er hún var setzt niður. — Nei, alls ekki, monsieur, ég reyki sjálf. Hún tók sígarettu- veski úr gulli upp úr töskunni og kveikti sér í sígarettu. Robert var ekki vanur að missa jafnvægið, þótt hann væri einn með ungum stúlkum, en nú var hann undarlega óstyrkur. HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.