Heimilisritið - 15.06.1949, Blaðsíða 61

Heimilisritið - 15.06.1949, Blaðsíða 61
blygðunarlaus þjófnaður, og reyndi að telja Sam á að' fara í sjúkrahús, þar sem yndislegar hjúkrunarkonur myndu bera hann á höndum sér, og hann myndi ekki halda vöku fyrir beztu vinum sínum með hroða- legum hljóðum á nóttunni. Sam tók þessu ekki vel fyrst í stað, en þar eð læknirinn bann- aði honum að fara á fætur, enda þótt honum Jiði stórum betur, og peningarnir hans þurru hröð- um skrefum, lét hann loks til- leiðast, og klukkan sjö eitt kvöldið sendi hann Ginger út eftir vagni til að flytja hann á Lundúnaspítalann. Sam minnt- ist eitthvað á að’ fara í fötin, en Peter Russet sagði, að það væru meiri líkur til að honum yrði hleypt inn í sjúkrahúsið ef hann kæmi í lökum og ábreiðum, og loks féllst Sam á það. Ginger og Peter hjálpuðu honum niður stigann, og ökumaðurinn hafði hönd á öðrum enda ábreiðunnar, þegar þeir komu út og hélt sig véra .að hjálpa til, svo minnstu munaði að Sam ofkældist á ný. „Andaðu rólega“, segir hann, þegar Sam byrjaði að segja hon- um til syndanna. „Þetta verða tuttugu og fimm krónur í fargjald og það er bezt að gera upp strax“. „Þú færð það, þegar þangað kemur“, segir Ginger. „Ég fæ það núna“, segir öku- maður. „Ég hef orðið fyrir því einu sinni áður, að fargjaldið hafi glatazt á leiðinni“. Ginger, sem gætti peninganna fyrir Sam, því að það var enginn vasi á lökunum, borgaði, og ferð- in hófst. Vagninn skrölti og hristist á ósléttum veginum, eir Sam sagði að ferska loftið hressti sig. Hann var hinn brattasti þangað til þeir nálguðust spít- alann, þá varð hann taugaó- styrkur. Og ekki hægðist hon- um, þegar ökumaðurinn steig niður úr sætinu, rak smettið inn um gluggann og talaði til hans. „Hefurðu einhverjar sérstak- ar mætur á Lundúnaspítala?“ segir hann. „Nei“, segir Sam. „Því spyrðu?“ „Jæja, það skiptir víst ekki máli, ef félagi þinn segir satt — að þú sért dauðans matur hvort sem er“, segir ökumaðurinn. „Hvað áttu við?“ segir Sam. „Ekkert“, segir ökumaðurinn, „bara það, að ég býst við, að' ég hafi ekið um fimm hundruð manns til þessa spítala, og ein- ungis einn hefur komið út aftur — og honum var smyglað út í brauðkörfu“. Sam rann kalt vatn milli skinns og hörunds. „Það er leiðinlegt að þeir skuli ekki fvlgja sömu reglum HEIMILISRITIÐ 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.