Heimilisritið - 01.01.1951, Síða 10

Heimilisritið - 01.01.1951, Síða 10
að hún félli í hans hlut. Hinir fimm hölluðust fram á borðið til þess að sjá, hvernig kastið færi. Spilafýsnin hafði náð al- gjöru valdi á þeim; en honum var ljóst, að því ákafari myndu atyrði þeirra verða og græska, ef hann ynni. Þeir öfunduðu hann allir af Selenu, og ef þeir fengju svo tækifæri til þess að fara heim og segja henni ... Síðasta kast hans var tvö sex enn einu sinni. Þetta var líkast álögum. Tala hans var miklu hærri en hinna. í huganum bölv- aði hann óhappi sínu, en hinir fimm hlógu að honum, köstuðu í hann hverri hnútunni eftir aðra, jafnframt því sem þeir hlógu rosahlátri og hétu honum brúðkaupsfylgd heim í tjald hans. Þeir vissu vel að ást hans til Selenu var takmarkalaus, og sérhver þeirra var reiðubúinn að segja henni frá þessu á sinn eig- inn hátt. Hann gat séð æsinguna í svip þeirra á sveittum andlit- unum. Hvað átti hann að taka til bragðs? Hugsanirnar þutu í stefnuleysi um hug hans. Hann varð að finna einhverja lausn, sem gæti komið honum úr þess- ari klípu, ef hann átti ekki að hafa verra af. ENGINN þeirra hafði orðið þess var/er maðurinn gekk nær borðinu, En Sergius sá hvar hann stóð í hvikandi bjarma blyssins, og skyndilega eygði hann von. ,.Hættið!“ kallaði hann upp hranalega. „Látið manninn koma nær og tala, ef hann þá talar mennskt mál.“ „Ég er kominn til að verzla við þig.“ Maðurinn talaði skýrt, en með mjög útlendum hreimi. „Get ég fengið konu mína keypta úr þinni eigu?“ „Keypta?“ hló illilega í Sergi- usi. „Með hverju ætlar þú að kaupa? Hafir þú gull eða annað verðmæti undir höndum, heyrir það mér til eins og komið er. Sömuleiðis eigir þú eigur annars staðar.“ „Ég veit það, herra! Ég á eng- ar eigur, hvorki opinberar né á laun. Þið hafið tekið það allt. Ég býð fram líf mitt fyrir konu mína. Æ, ég veit, hvað þú ætlar þér að segja, — að einnig líf mitt sé þín eign. En þú og þess- ir menn“ ... það var ekki laust við óvirðingu í rödd hans .... „gætuð ef til vill haft skemmtun af því að sjá mig deyja ... deyja án möglunar, án þess að sjá mætti á andliti mínu, hversu mikið sem ég væri kvalinn. Ég veit, að þér rómverjar hafið mestar mætur á leikjum, að undanskildum konum og stríði. Hafið mig að ... leik!“ Allt í einu fékk Sergius hug^ HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.