Heimilisritið - 01.01.1951, Síða 21

Heimilisritið - 01.01.1951, Síða 21
víssi hvernig þeim vegnaði. En nú, í skóla með yfir tvö þús- und nemendum, frá ólíkustu heimilum, voru börnin henni ó- kunnug og hún þekkti þau svo til ekkert. Ungfrú Krogh sá Mörtu hverfa út í umferðina hinum megin við leikvanginn. Kennslukonan andvarpaði. Ef til vill vár, þegar allt kom til alls, ekkert að. En börn göbbuðu svo oft, ranghverfðu hlutunum, án þess að ætla sér það. Marta flýtti sér eftir götunni. Það var garður fyrir framan hvert hús með velhirtum gras- flötum, sem voru grænir í októ- bersólskininu. En svo tóku við götur, þar sem engir garðar voru. Síðan kom hún í götur með smábúðum, framhjá verk- smiðjum með háa reykháfa og loks kom hún í götu, þar sem aðeins voru hús öðrum megin, en járnbrautarstöð hinum meg- in. Þegar hún nálgaðist húsið, sem hún átti heima í, varð svip- urinn á litla andlitinu ákafari og einbeittari. Hún hugsaði um bróður sinn, Karl, sem var tíu ára, og nú var sjálfsagt að leika sér, án þess að hafa haft fata- skipti. Svo þurfti hún líka að hugsa um kvöldverðinn. í skól- anum, þar sem hún hefði átt að fylgjast með kennslunni, hafði hún setið og velt fyrir sér, hvernig hún gæti látið skömmt- unarseðlana endast. Kvöldið áð- ur höfðu blöðin tilkynnt, að gildi seðlanna yrði breytt. Það skapaði henni nýtt vandamál. Faðir hennar vann á nótt- unni og átti að koma til vinnu klukkan sex, svo kvöldmatur- inn varð að vera tilbúinn klukk- an fimm. Hún óskaði, að ung- frú Krogh hefði ekki talað við hana með þessu rugli sínu. Hún strauk hárið gremjulega frá enninu. Það voru fleiri en ung- frú Krogh, sem höfðu nóg að gera með tímann. Þegar hún nálgaðist húsið, sá hún bróður sinn í fótbolta á götunni ásamt fleiri drengjum. „Kalli, komdu!“ kallaði hún. Hún sá, að hann hafði ekki skipt um föt, en var enn í nýju, brúnu jakkafötunum sínum. „Iivað er nú?“ kallaði Kalli, þó hann vissi það mætavel. „Komdu hingað!“ „Nei,“ kallaði drengurinn. Eitt andartak íhugaði hún, hvort hún ætti að hlaupa á eft- ir honum eða láta þetta niður falla. En hún myndi víst aldrei ná honum hvort eð var. Hún vatt sér inn um dyrnar og kom inn í dimman gang. Þar var megn þefur af hvít- lauk, tóbaki og mörgu fleiru. En hún tók ekkert eftir því. Hún hafði vanizt þessu í tólf HEIMILISRITIÐ 19

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.