Heimilisritið - 01.01.1951, Page 43

Heimilisritið - 01.01.1951, Page 43
hann og hann fær mér lykilinn að hólfinu, svo ég geti sótt aur- ana strax. Þegar allt er í lagi og ég hef fullvissað mig um, að enginn löggi sé í námunda við gistihúsið, á ég að sækja hann í bíl, og svo bregðum við okkur til New York saman. Heldur hann. En honum skjátl- ast bara. Það fer sem sé ofur- lítið öðruvísi. Ég hef fengið her- bergi handa honum, nr. 73 í Mitlersgistihúsi. En herbergið snýr út að bakgarðinum, sama bakgarði sem liggur upp að Penfoldgistihúsi, - þar sem er baðherbergi á annarri hæð með glugga beint á móti herbergi Pereira ... Þaðan hefur okkur komið saman um, að ég gefi honum merki, þegar allt er í lagi. En þegar ég hef fengið lykilinn, fer ég yfir í Penfolds- barinn, þar sem þú situr, og læt þig fá hann. Svo þarft þú ekki annað en taka bíl og sækja peningana í bankann, meðan ég skrepp upp í baðherbergið á annarri hæð. Og þegar ég sé Pereira í glugganum á móti, fær hann merkið með þessari hérna!“ Og svo hvolfir hún úr erma- skjólinu og heldur byssunni upp að nefinu á Tilbaka. „Og svo brennir þú á hann þvert yfir garðinn. Ljómandi hu'gmynd. Það er sallafínt!" HEIMILISRITIÐ ,,0. K.,“ segir hún yfirlætis- lega. „Og þegar þú ert búinn að ná í töskuna með aurunum, nærð þú í bíl og ekur beint út á flugvöll og kaupir tvo far- miða til New York. Svo hitti ég þig hér, jafnskjótt og ég hef lokið mínu verki og afgreitt Pereira. Ertu með á nótunum?“ Tilbaki stendur enn frammi fyrir speglinum og lagfærir slifsið. „Fyrsta flokks hernaðaráætl- un, unginn minn,“ segir hann. „Auðvitað er ég með. Ég bíð þín í Penfoldsbarnum klukkan fimmtán mínútur yfir sjö.“ Hún stendur upp. „O. K., Til- baki. Drekkum skál fyrir því?“ Á tilskildum tíma stendur Tilbaki í barnum ásamt fjölda af öðrum landeyðum og drekk- ur viský og er afar ánægður með sjálfan sig og alla tilver- una. Hann hefur auga með dyr- unum. Jenny kemur á mínútunni. Hún gengur beint til hans og fær honum lykilinn með hægri hendinni, sú vinstri er kyrr í ermaskjólinu. „Jæja, hafðu þig af stað, Tilbaki,“ hvíslar hún. „En flýttu þér. Ég sit hér í tíu mínútur, áður en ég fer upp og brenni á hann. Við sjáumst á flugvellinum.“ Tilbaki stingur á sig lyklin- um og tekur hatt sinn. 41

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.