Heimilisritið - 01.01.1951, Page 49

Heimilisritið - 01.01.1951, Page 49
þessu. Frá hvaða heiisuhæíi komið þér?“ „Frá Klein Markovshælinu." „Já, einmitt ... já, það er gott hæli, að því er ég bezt veit. Jæja, og þar er þá þessi dagbók, sem ...“ „Já, forstöðukonan geymir hana, hún áleit það heppilegast, unz búið væri að leiða málið til lykta.“ „Til lykta? Já, já, auðvitað. Og hvernig höfðuð þér hugsað yður að leiða það til lykta?“ „Því höfðum við helzt hugs- að að láta lækninn ráða ... en ef til vill kýs læknirinn heldur að fara og tala við forstöðukon- una ... og sjá Önnu í hinzta sinn. Hún er svo falleg, þar sem hún liggur.“ „Nei, ég þakka ... það heíur raunar enga —, ég á við, það skiptir engu ...“ „Engu máli ... nei, ég skil. Nú er það líka heldur seint.“ „Já ... einmitt, já. Þér kom- ið lika fullseint, svo ...“ „Myndi læknirinn hafa kom- ið, ef ég hefði komið fyrr?“ „Hvað ... nú jæja, maður get- ur nú ekki ... það getur stað- ið svo á ...“ „En barnið .. . Það langar lækninn og frúna sjálfsagt til að sjá og kynnast?“ „Nei, ég held ... ég á við, konan mín ...“ Læknirinn gekk aftur að dyratjaldinu og dró það enn betur fyi'ir, kom síðan aftur að skrifborðinu og sagði í trún- aðartón: „Forstöðukonan hefur sennilega rétt fyrir sér í því, að blanda sem fæstum í málið ... ég á við ... það er vafalaust heppilegast fyrir barnið. Svo hagkvæm lausn ætti að geta fengizt ... það er nú fyrst og fremst útförin ...“ „Já, en það er nú aukaatriði. Hælið hefur nú borið allan kostnað af uppeldi barnsins í átta ár, en það er forstöðukon- an fús til að láta niður falla, ef læknirinn og frúin ættleiða telpuna. Við hugsum einung- is um hana og framtíð hennar, nú þegar hún er líka orðin móð- urlaus.“ „Já, einmitt ... það er fallegt og óeigingjarnt af yður ... en ég álít það beinlínis skaðlegt fyrir barn á þessum aldri að vera svipt burt úr umhverfi sínu. Það er sjálfsagt bezt, að hún verði hjá ykkur, og að þið annizt hana áfram.“ „Já, það álít ég einnig ... hún elskar okkur og við hana. Hún heitir líka Anna og er gott barn eins og móðirin, góð og nærgætin eins og móðirin, og reyndar líka vel gefin ... líkist máske föðurnum í því.“ „Já, svo ... það er gleðilegt. HEIMILISRITIÐ 47

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.