Heimilisritið - 01.01.1951, Side 54

Heimilisritið - 01.01.1951, Side 54
Sv: i. Hafðu það ávallt í huga, þcg- ar þú ætlar að fara að naga neglumar, hvað það er sóðalegt og óviðeigandi, þá venst þú brátt af því. 2. Leifur, Leif, Leifi, Leifs. 3. Hún verður ágæt með æfingu. RAUTT NEF Sp.: Kæra Eva. Þegar ég kem úr hita í kulda, verður nefð á mér eldrautt. Get ég ekki gert eitthvað við þessu? H. S. Sv.: Einfaldasta ráðið við því er að baða nefið upp úr heitu og köldu vatni á víxl, nokkrum sinnum á hverju kvöldi. Ef þú verður vör við að hár- æðamar þola ekki þessi víxlböð, skaltu samt hætta þeim þegar í stað. En hafi æðar spmngið má ráða bót á því með rafmagnsaðgerð. FLASA — ÞURRT HÁR Sp.: 1. Er nokkuð öniggt ráð við flösu? 2. Hárið á mér hefur orðið svo þurrt og strítt að undanförnu. Geturðu ráðlagt mér eitthvað í því sambandi? H. H. Sv.: 1. Ég þekki ekkert ömggt ráð við flösu, en í flestum tilfellum má halda henni niðri með því að þvo hárið og bursta það oft og reglulega, og nudda hársvörðinn með góðum, styrkjandi hár- vötnum. — Ef þú þværð hárið einu sinni í viku, burstar það (til þess að losa flösuna) og nuddar hársvörðinn með naglabursta, þegar sápan er farin að freyða vel, þá ættirðu ekki að þurfa að kvíða mikilli flösu. 2. Reyndu að bera hárfeiti í það, einkum áður en þú ferð út þurrviðri og sól. Hellm nokkram dropum í lófa þinn, nuddaðu hárburstanum yfir og burstaðu svo hárið. SVÖR TIL ÝMSRA Til „Sillu": — Mjaðmafitan ætti að minnka ef þú iðkar réttar leikfimiæfing- ar. Reyndu t. d. þessa einföldu æfingu á hverjum morgni eða oftar: Legðu hendurnar á mjaðmirnar og beygðu þig fram og afmr og til beggja hliða, þang- að til þú ert farin að þreytast. Til „Bósa": Jæja, karlinn, gerðu bara það sem þig langar til. En „guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur“, svo ég held þú ættir að reyna að bjarga þér sjálfur í þessum efnum, eins og allir aðrir. Til „Diddu": Auðvitað geturðu ekk- ert gert í þessu máli. Áður en þú hleyp- ir þér í annað svipað ævintýri — með sama írafári — skaltu taka það með í reikninginn, að sumir ungir sjómenn láta sér ekki nægja „að eiga kæmstu í hverri höfn“, heldur kœrustur. Auk þess er mesta fásinni að þjóta burt af balli, þótt „þinn sæti“ sé að dansa við ein- hverja aðra. Afbrýðisemin ríður sjaldan við einteyming! Til „Simmu": — Smyrðu augnhárín lítið eitt með feiti eða olíu, t. d. Iaxer- olíu. Þau sýnast þá stærri og verða líka með tímanum lengri. Örlítið krem á augnalokin getur haft fegrandi áhrif, þótt augnahárin verði að vísu ekki lengri við það. Til „Einnar með ástarj>rá": Já, þú átt að láta hann afskiptalausan. Það er held- ur ekki þessi eini karlmaður, sem þú berð slíka þrá í brjósti til, heldur bara einhver karlmaður, sem gæti verið yndi þitt. Og viljinn dregur hálft hlass, svo vonandi færðu þrá þína uppfyllta von bráðar. Eva Adams 52 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.