Heimilisritið - 01.01.1951, Blaðsíða 58

Heimilisritið - 01.01.1951, Blaðsíða 58
„Fyrirgefðu, ka:ra“, svaraði hann iðr- andi og sleppti henni. „Mér finnst næstum eins og þú haf- ir brotið í mér öll rifin“, kvartaði Joan með titrandi röddu og lét fallást ofan í stól á svölunum. „Þú ert alltof harð- leikinn“. „Þá skal ég bæta það upp með því að vcra blíður og mildur“, sagði Hilary, settist við hlið hennar og tók hönd hennar. „Segðu mér hvernig þú vilt að ég hagi mér, svo að þú getir sagt við mig eins og Circe sagði við Odys- seif: „Hcf ég ekki kcnnt þér öll kænskubrögð ástarinnar?“ „Nú líkir þú mér aftur við þá nom“, sagði Joan og færði sig lengra burtu frá honum. „Ég get ekki þolað að þú hugsir alltaf þannig um mig. Ég hef það á tilfinningunni að þú leikir þér með mig“. „Nei, þetta er bláköld alvara, kæra vina mín, og ef ég væri Odysseifur og þú Circa, myndi ég ekki gera hina minnstu tilraun til að sleppa burtu frá töfravaldi þínu“, svaraði Hilary. „Þú ert töfrakona, Joan, á þvf er enginn efi. Þú hefur enn einu sinni töfrað mig og tælt. Þú ert yndislegasta og mest töfr- andi af öilum konum jarðarinnar, og þú hefur gert Muava að paradís fyrir mig. Er þetta ekki dásamleg nótt, elskan mín? Kysstu mig, Joan, og gefðu þig á vald mér og ást minni“. Hin djúpa, blíðlega rödd hans virt- ist hafa deyfandi áhrif á skilningarvit hennar og eins og lokka frá henni allt mótstöðuafl. Hún fann enn vanmátt sinn gagnvart honum, þegar hann tók hana aftur gætilega í fang sér og fór að kyssa hana. Hinir brennandi koss- ar hans gáfu til kynna ást hans á henni. Hún hélt báðum höndum um háls hans og varir hennar svöniðu kossum hans. Hilary lyfri henni upp og hélt henni þannig, að höfuð hennar hvíldi á hand- legg hans meðan hann kyssti hana aft- ur og aftur. „Lofaðu mér að heyra, hvort hjarta þitt slær ört, ástin mín“, tautaði hann og lagði höfuð sitt að brjósti hennar. Hjarta Joans sló ótt og títt, og hún titraði. Hún var alveg utan við sig, en þó undraðist hún, að þetta gæti í raun og veru verið hún, Joan Allison, hin drambláta og eftirsótta Joan Allison, sem hafði gortað af að geta vafið hverj- um sem væri um litlafingur sinn, og sem aldrei ætlaði að láta nokkurn karl- mann ráða yfir sér. Og meðan hún hugsaði þetta, lét hún finguma renna blíðlega gegnum lokka hans og þrýsti höfði hans fastara að brjósti sér. Allt í einu varð hún gripin bæði sneypu og óttatilfinningu, og hún fyrirleit sjálfa sig fyrir vejklyndi sitt. Með snöggri hreyfingu, ýtti hún Hilary frá sér og vatt sér úr faðmlögum hans. „Hvað er að, kæra vina?“ sagði Hil- ary, er Joan stökk á fætur. „Það er allt að!“ stamaði Joan, og hin djúpa, drafandi rödd hennar var hás og stamandi. „Þú hefur ekki leyfi til að haga þér svona og reyna að ná valdi yfir mér á þennan hátt. Þú heldur að þú hafir sigrað mig, en svo er ekki, þú hefur ekki sigrað mig“. Ljósbirtan frá stofunni féll beint framan í Hilary, og Joan sá að svipur hans breyttist. Hann dcplaði augum eins og hann hefði verið sleginn í and- litið. Glampinn í augum hans dofnaði, 56 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.