Heimilisritið - 01.01.1951, Side 61

Heimilisritið - 01.01.1951, Side 61
lieyrði Hilary ganga um gólf í dagstof- unni. Hún heyrði glamra í glosum og fannst það móðgandi við sig, að Hilary skyldi vera að drekka viský, eftir það, sem á undan var gcngið. En jafnframt vonaði hún, að hann myndi koma og bjóða henm eitthvað að drekka. Það var næstum eins og hann hefði lesið hugs- anir hennar, því að augnabliki síðar kom hann að dyrum hennar. „Ertu þyrst, Joan?“ spurði hann. „Viltu fá viskýdropa?“ „Ég vil gjarnan fá vatnsglas“. „Það cr betra fyrir þig að fá viský og sóda, það skaðar þig ekki. Vatns- sfan er ekki örugg, og þú mátt ekki drekka óhreinsað vatn hér“. „Jæja þá“, sagði Joan. „En hafðu lít- ið viský en mikinn sóda . . Hvernig getur hann fest hugann við vatnssfuna núna? hugsaði hún ergileg, þegar Hil- ary fór að sækja glasið handa henni. Tunglið var komið upp, og hcrberg- ið var baðað í skærri birtu þess. Joan gat ckki séð greinilega frarnan í andlit hans, þegar hann kom aftur með glas í hcndi, en hcnni fannst hann brosa glettnislega. Hún drakk svaladrykkinn og rétti honum svo glasið aftur. „Oskar þú einhvers frekar?" spurði hann. „Viltu sígarettu?” Málrómur hans og framkoma öll var næstum Liröuleysisleg. Það fór í taug- arnar á joan, að hann skyldi vera svona yfirlætislegur og hafa algert vald á sjálf- um sér. „Nei, allt í lagi, farðu bara“, svaraði hún. Hilary staðnæmdist við hlið hennar, en andvarpaði svo, sneri sér aftur að dyrunum og yppti öxlum. „Góða nótt“, sagði hann stuttaralega og fór. „En hvað hann getur verið and- styggilegur!" hvíslaði hún og kreppti hnefana. Það var orðið framorðið og hún var dauðþreytt. Hún háttaði og lagðist til hvílu, en henni var ómögu- lcgt að sofna. Hugsanirnar gáfu henni engan frið. Hún fór á fætur aftur og tók að ganga um gólf, niðursokkin í hugsanir sínar. „Kærir hann sig um mig, elskar hann mis í raun og veru, eða er áform hans aðeins að auðmýkja mig? Ef ég væri viss um að hann elskaði mig, þá væri allt annað þýðingarlaust og ég skyldi með gleði verða hans. Xáér væri sama hvort hjónavígsla okkar væri lögleg eða ekki, fyrst við erum svo fjarri allri sið- menningu. En myndi hann hafa farið svona með mig ef hann elskaði mig? Hann hefði ekki farið og sagt stutt og laggott: góða nótt! Á morgun mun hann byrja sama leikinn aftur og gorta af því að hann hafi undirtökin, cn að hann kæri sig ekkert um mig og sé bara að hefna Peters Merrifield. Það er óþolandi!" Hún lagðist upp í rúmið, grúfði and- litið í svæflinum og grét. Smám sam- an róaðist hún og fór að hugsa skýrt, settist upp í rúminu, sneypt yfir veik- lyndi sínu og með nýja ákvörðun í huga. „Ég flý“, sagði hún við sjálfa sig. „Eg get ekki verið hér, ég verð brjál- uð. Ég vil ekki gefa eftir og láta hann svo hrinda mér burtu á ruddalegan hátt. Ég vil heldur deyja“. Hún var ekki viss um hvað hún ætl- aði sér, en án þess að hugsa nánar út HEIMIUSRITIÐ 59

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.