Heimilisritið - 01.02.1951, Síða 11

Heimilisritið - 01.02.1951, Síða 11
þyngdarlögmálið og náttúruöfl- in væru honum ópersónuleg hugtök, sem kæmu honum ekki við, var ég gripinn snöggum og heitum ótta. Ég ætlaði að grípa til fótanna og flýja, en gat mig hvergi hreyft. Fram í hálsinn á mér brauzt neyðaróp, sem kafnaði þar og dó — og kokið var þurrt og heitt. Það sló fölvum bjarma á ná- hvíta og annarlega ásjónu hans. Hann hóf augnalokin hægt, og þau voru þung eins og vindu- brú, og viljalaust starði ég í augu hans, sem voru eins og botnlaust myrkur. Svo hóf hann höndina á loft og benti mér með skipandi hreyfingu að líta fram á vatnið. Um leið var eins og ég liði burt frá sjálfum mér, frá stað og stund og stormbylj- um þessarar köldu, óblíðu skammdegisnætur — og þó stóð ég kyrr í sömu sporum. Myrk- ur úfinn og gjálpandi vatns- flöturinn kyrrðist skyndilega og breyttist í yfirborð spegil- skyggndrar og skínandi tjarnar, og myrkrið eyddist fyrir vörm- um geislum árdegissólar iðja- græns vors. Fram á gljáandi vatnsflötinn stigu ein eftir aðra litaugðar, hrífandi myndir af löndum og lýðum, lífi og stríði, ást og athöfnum kynslóð- anna. Myndimar komu, dvöldu, liðu hjá og hurfu samkvæmt bendingu þessarar nábleiku, sinaberu handar, sem bauð og var hlýtt. Jafn fagrar myndir hefur engin dauðleg hönd mál- að. Svo syrti að — og þegar ég kom aftur til sjálfs mín, var hinn undarlegi maður horfinn út í myrkrið. ENDIR ÖHLÝÐNI Aíóðirin: 1 hvert skifti, sem þú ert óhlýSinn, Stjáni minn, fæ ég grátt hár. Stjáni: Þá hlýtur þú oft að hafa ver- ið óhlýðin mamma. Amma er orðin gráhœrð fyrir löngu. * — Tókstu eftir móðurinni, þegar ég sagði, að htín vœri eins ungleg og dótt- ir bcnnar! — Nei, en ég tók eftir dótturinni! Hann: — Eg hef gaman af að lifa hœttulegu lífi. Hún: — Nú, er það þess vegna, sem sleikið hnífinn? # Hann: — Ég var staddur á Dalvtk, þegar jarðskjálftarnir miklu voru þar. Hún: — Og voruð þér ekki hræddur? Hann (rólega): Ojæja — mér er að minnsta kosti óhætt að segja, að jörð- in skalf meira en ég. HEIMILISRITIÐ 9

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.