Heimilisritið - 01.02.1951, Qupperneq 18

Heimilisritið - 01.02.1951, Qupperneq 18
Madame de Pompadour fór strax á fund drottningarinnar, eftir að hún hafði kvatt kon- unginn. Það var henni veruleg eldraun. Allar hirðmeyjarnar voru samankomnar í stórum, spegilsettum sal, uppljómuðum af skínandi kristals-kertum — allar klæddar samskonar hirð- búningum. Um leið og Madame de Pompadour gekk inn í sal- inn, heilsaði hún með hnébeyg- ingu; hún heilsaði öðru sinni með hnébeygingu, þegar hún var um það bil í miðjum saln- um; og þeirri þriðju, þegar hún var komin upp að hásæti drottn- ingarinnar. Svo beygði hún sig niður eftir þeirrar tíðar sið- venju, eins og til að taka fald drottningarinnar og kyssa. Drottningin veifaði lítillega viftu sinni til merkis um að henni væri heimilt að sleppa þessum þætti viðhafnarinnar, eins og vani hennar var undir slíkum kringumstæðum. Síðan var venja að drottningin yrti á viðkomandi. Allir höfðu búizt við að hún myndi verða kulda- leg í viðmóti og stutt í spuna við þetta tækifæri, en drottn- ingin var mjög viðmótsþýð og áfram um að geðjast eigin- manni sínum, konunginum, í hvívetna. Þess vegna var hún blíðleg við Madame Pompadour og spurði hana um fjarskyldan ættingja, aðalsfrú nokkra, sem hún þekkti. Madame de Popma- dour varð gagntekin og gat að- eins stunið upp: „Ég hef ein- læga löngun til að þóknast yð- ur, Madame.“ Síðan kvaddi hún drottninguna og fór. Með þessu hóf Madame de Pompadour 19 ára feril sinn sem „Vinstrihandardrottning“. Eyðslusemi hennar og óhóf var ægilegt. Og það var óhófsemi, sem aðeins sérstaklega fjölhæf og dugleg kona hefði komizt upp með, jafnvel við hirð Lúð- víks XV. Madame Pompadour, sem lengi hafði gegnt forustu- hlutverki á sviði tízkunnar, gerðist ekki ómerkur verndari lista og bókmennta. T. d. var Voltaire einn af hinum mörgu andans áhrifamönnum, sem um- gengust hana mikið. Einnig tók hún virkan þátt í að móta franska utanríkispólitík, og stjórnmál landsins yfirleitt, enda yar það raunverulega hún, sem stjórnaði Frakklandi um miðbik æviára Lúðvíks XV. Jeanne Antoinette Poisson, sem beinlínis hafði verið alin upp með það fyrir augum að verða ástmey Frakklandskon- ungs, dó 42 ára gömul, södd lífdaga og á hátindi frægðar sinnar. EXDIR 16 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.