Heimilisritið - 01.02.1951, Síða 34

Heimilisritið - 01.02.1951, Síða 34
Þjóðsagan um stöðuvatnið Eftir A. AVERCHENKO EINU SINNI endur fyrir löngu bjuggu gömul hjón í kot- bæ, er stóð á bakka stöðuvatns nokkurs. Þau hétu Marta og Matthías. Allir í sveitinni vissu, að karli og kerlingu kom mjög illa sam- an. Nágrannarnir í þorpinu voru á einu máli um það, að leitun væri á slíkum letingja og fanti sem Matthíasi; og einnig voru þeir sammála um, að Marta væri bæði illgjörn og afskipta- söm og yfirleitt hið versta kven- skass. Kvöld eitt, er þau sátu að snæðingi og hnakkrifust út af bjúga, sem eitthvað var athuga- vert við, tók Matthías eldhús- stól og kastaði honum í haus- inn á kerlingu sinni. Svo þreif hann vodkaflöskuna sína og hélt út á Djöflaklett við vatnið, en þar var hann vanur að sitja og veiða. Matthías andvarpaði, er hann kastaði línunni út í og fékk sér teig af flöskunni. Svo fékk hann sér sæti og fór að horfa á hóp af holdugúm, skutsíðum og hörundsrauðum konum, sem voru að stríplast í vatninu. Stóllinn hafði nærri því kost- að Mörtu annað augað, svo að hún hugsaði karli þegjandi þörfina. í stað þess að láta hin- ar venjulegu formælingar rigna yfir hann, læddist hún nú á eftir honum eins og köttur á eftir mús. Þegar hún loks kom að honum, brá hún kökukefl- inu á loft og æpti upp: „Svona 32 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.