Heimilisritið - 01.02.1951, Page 51

Heimilisritið - 01.02.1951, Page 51
hugsaði hún. ,.Þú mátt til með að kynnast henni, Albert. Hún verður hrifin, ef þú sýnir henni svolitla eftirtekt.“ Jessica þáði boðið, en upp úr því hafðist ekkert, því að hún keypti annan miða og tók ömmu sína með,. ÞEGAR Jessica heyrði af til- viljun Leilu segja Peter West- cott, að Jessica hefði mikinn áhuga á mótorhjólum, mót- mælti hún alvarlega. „Þetta er víst vingjarnlega meint, en ég vildi óska, að þú létir það vera að tala um mig við aðra. Ég er alveg ánægð, eins og hef það núna.“ „Vitleysa,“ sagði Leila. „Þú þarfnast einhvers, sem getur komið lífi í þig. Nú verður starfsmannahátíðin bráðum. Ég skal sjá um, að þú fáir hóp af aðdáendum, en í guðanna bæn- um málaðu svolítið á þér var- imar, farðu í fallegan kjól, og æfðu þig í að dansa.“ En Jessica æfði sig hvorki í að dansa ná fór í fallegan kjól. Hún hélt sig í hópi stúlkna frá fimmtu hæð, fyrir aftan röð gamalla skrifstofumanna. Leila hefði náð í Jessicu, ef forstjór- inn hefði ekki einmitt komið í sama bili. Samkvæmt gömlum venjum varð hann að vera að minnsta kosti hálftíma á há- HEIMILISRITIÐ tíðinni. Hann tók með sér vin sinn, sem var gestur hjá honum þetta kvöld. Það var Nicholas Merrick, hár og laglegur maður og þekktur skurðlæknir. Enginn undraðist, þegar for- stjórinn kynnti gest sinn fyrir Leilu Marlowe. Hún var lang- laglegasta stúlkan, sem fyrir- tækið hafði í þjónustu sinni. Þau dönsuðu ekki. Nicholas Merrick fór með Leilu afsíðis og afsakaði sig brosandi. „Þér verðið að fyrirgefa mér, en ég dansa helzt ekki — vegna svo- lítilla meiðsla í fæti.“ En þótt Nicholas væri meidd- ur í fæti, var hann vel þess verður að maður legði svolítið á sig til að geðjast honum, fannst Leilu, og hún brosti sínu blíðasta brosi. Hún var því ekkert undrandi, þegar hann hallaði sér að henni. Hjarta hennar sló samt örara. Ætlaði hann að slá henni gull- hamra eða að bjóða henni að koma út? En Nicholas sagði allt annað við hana. Hann gerði svolitla bendingu og spurði: „Hver er þessi stúlka þarna? Unga stúlk- an með fallegu, gráu augun?“ „Hún,“ sagði Leila og hló. Jessica myndi vera ágætt sam- talsefni. „Stúlkan, sem situr hjá gamla fólkinu? Það er bara gamaldags stúlka — og verður 49

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.