Heimilisritið - 01.02.1951, Blaðsíða 51

Heimilisritið - 01.02.1951, Blaðsíða 51
hugsaði hún. ,.Þú mátt til með að kynnast henni, Albert. Hún verður hrifin, ef þú sýnir henni svolitla eftirtekt.“ Jessica þáði boðið, en upp úr því hafðist ekkert, því að hún keypti annan miða og tók ömmu sína með,. ÞEGAR Jessica heyrði af til- viljun Leilu segja Peter West- cott, að Jessica hefði mikinn áhuga á mótorhjólum, mót- mælti hún alvarlega. „Þetta er víst vingjarnlega meint, en ég vildi óska, að þú létir það vera að tala um mig við aðra. Ég er alveg ánægð, eins og hef það núna.“ „Vitleysa,“ sagði Leila. „Þú þarfnast einhvers, sem getur komið lífi í þig. Nú verður starfsmannahátíðin bráðum. Ég skal sjá um, að þú fáir hóp af aðdáendum, en í guðanna bæn- um málaðu svolítið á þér var- imar, farðu í fallegan kjól, og æfðu þig í að dansa.“ En Jessica æfði sig hvorki í að dansa ná fór í fallegan kjól. Hún hélt sig í hópi stúlkna frá fimmtu hæð, fyrir aftan röð gamalla skrifstofumanna. Leila hefði náð í Jessicu, ef forstjór- inn hefði ekki einmitt komið í sama bili. Samkvæmt gömlum venjum varð hann að vera að minnsta kosti hálftíma á há- HEIMILISRITIÐ tíðinni. Hann tók með sér vin sinn, sem var gestur hjá honum þetta kvöld. Það var Nicholas Merrick, hár og laglegur maður og þekktur skurðlæknir. Enginn undraðist, þegar for- stjórinn kynnti gest sinn fyrir Leilu Marlowe. Hún var lang- laglegasta stúlkan, sem fyrir- tækið hafði í þjónustu sinni. Þau dönsuðu ekki. Nicholas Merrick fór með Leilu afsíðis og afsakaði sig brosandi. „Þér verðið að fyrirgefa mér, en ég dansa helzt ekki — vegna svo- lítilla meiðsla í fæti.“ En þótt Nicholas væri meidd- ur í fæti, var hann vel þess verður að maður legði svolítið á sig til að geðjast honum, fannst Leilu, og hún brosti sínu blíðasta brosi. Hún var því ekkert undrandi, þegar hann hallaði sér að henni. Hjarta hennar sló samt örara. Ætlaði hann að slá henni gull- hamra eða að bjóða henni að koma út? En Nicholas sagði allt annað við hana. Hann gerði svolitla bendingu og spurði: „Hver er þessi stúlka þarna? Unga stúlk- an með fallegu, gráu augun?“ „Hún,“ sagði Leila og hló. Jessica myndi vera ágætt sam- talsefni. „Stúlkan, sem situr hjá gamla fólkinu? Það er bara gamaldags stúlka — og verður 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.