Heimilisritið - 01.02.1951, Side 56

Heimilisritið - 01.02.1951, Side 56
hjartslátt þinn við brjóst mitt og heit- an andardrátt þinn á vanga mínum“. Hann þagnaði og kyssti hana brenn- andi kossa, og Joan fann að hún varð mótstöðulítil. Allt í einu reif hún sig lausa og hljóp inn í herbergi sitt. Hilary stóð eins og lamaður, hreyfingarlaus. Loks, þegar hann heyrði hana aflæsa dyrunum að herbergi sínu, gekk hann hægt inn í herbergi sitt. XII .,Ég hata þig —•“ JOAN apnaði augun syfjulega og sá að herbergið var baðað í sól. Rena var að láta tebakka á borðið við rúmið hennar og brosti breiðu brosi. Joan var ennþá þreytt og syfjuð. Hana langaði mest til að liggja í móki og láta sig dreyma. Hún kom sér varla til að setjast upp í rúminu meðan hún drykki teið, en herti sig samt upp í það, borðaði svolítið kex með og kveikti sér í sígarcttu á eftir. Síðan lagðist hún fyrir aftur til að hugsa ráð sitt. Henni fannst þetta allt fjarstæðukenndur draumur. Það er ótrúlegt að hugsa sér að það skuli vera ég, Joan Allison, sem er gift Hilary Sterling, og að vígslan skuli hafa verið framkvæmd af heiðnum prestum og töframönnum! hugsaði Joan og horfði letilega á bláleitan reykinn, sem lagði upp í loftið frá sígarettunni henn- ar. Þetta er ekki draumur heldur raun- veruleiki; það er sannleikur. Og ég elska hann, en það má ég ekki láta hann finna. Hann skal ekki geta gort- að af því að vera herra minn og hús- bóndi. Ég skal sýna honum að ég ræð yfir honum . . . Nei, nei ég á ekki við það. Hún fann að hún blóðroðnaði, er henni datt í hug, að villimennirnir töldu hana vera konu Hilarys Sterlings. Henni datt í hug, að það myndi vera þessvegna sem Rena brosti svona gleið- gosalega. „Þú skilur væntanlega, að nú er ég frú Sterling, og að við giftumst í gær- kvöldi?“ sagði hún við Renu. „Ég vita ekki hvaða nafn þú óska tilheyra, frú“, svaraði Rena og skildi ekki, hvað Joan hafði sagt. Joan varð ljóst, að hún varð að tala Kyrrahafs- ensku við hana. „Þú skilja, mikli hvíti maður, Hil- ary Sterling, og mig nú gift?“ spurði hún, og Rena brosti breitt, svo skein í hvítar tennurnar. „Ég vita, þú vera gift kona, mikli hvíti maður húsbóndi, og þetta hús til- heyra nú þið báðir“, sagði hún. „Mikli maður húsbóndinn, segja mér, ég kalla þig frú“. Þessi kynlegi samsetningur verkaði róandi á Joan og hana langaði allt í einu til að skellihlæja, því hún hafði verið svo niðursokkin í að reyna að botna í því sem Rena sagði. „Hvar er mikli maður húsbóndinn nú?“ spurði hún litlu síðar. „Hann ganga um kring mjög snemma, hann horfa á fiska perlur við sjó, koma fljótt aftur“, svaraði Rena. „Þú vilja synda í sjó, eða ég sækja vatn til að baða?“ bætti hún við. „Ég ætla að synda í sjó“, svaraði Joan og bjóst til að fara á fætur. 54 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.