Heimilisritið - 01.02.1951, Síða 61

Heimilisritið - 01.02.1951, Síða 61
„Hef ég skýrt málið nægilega?" spurði hann. „Ég hata þig“, hrópaði Joan, og rödd hennar var næstum óþekkjanleg. „Að nokkur skuli geta verið svona miskunn- arlaus! Þú ert djöfull! Ég formæli þér, Hilary Sterling, ég formæli þér. Ég hata þig! Ég hata þig og fyrirlít! Ég gæti myrt þig — ég geri það — ég myrði þig!“ Það var eins og eitthvað hefði allt { einu bilað innan í höfðinu á henni. Hún æpti upp og réðist frávita af bræði og æði á böðul sinn, sló hann æðisgeng- in með krepptum hnefum og reyndi að klóra hann og bíta eins og villikött- ur. Siðmenning, menntun, uppeldi, það var eins og allt þetta væri sópað í burtu, og hún var á þessu augnabliki vitstola vera, sem þyrsti í að eyðileggja þann sem hafði gert henni mein. Hilary komu þessi læti alveg á óvart, og hann fékk tvær eða þrjár rispur og högg í andlitið, áður en hann gæti ris- ið upp úr stólnum og náð föstum tök- um á úlnliðum hennar. Þó að hann væri vel sterkur, átti hann fullt í fangi með að halda henni, því hún barðist eins og vitfirringur, stynjandi og ógn- andi með ósamanhangandi orðum og upphrópunum. „Hættu, eða þú hefur verra af!“ skip- aði Hilary og hélt handleggjum henn- ar niður með síðum hennar, þangað til hann gat komið henni í stólinn, sem hann hafði setið í. „Hættu, eða ég kalla á þjónustufólkið og læt það binda þig þangað til þú stillist". Þessi hótun hafði tilætluð áhrif. Að minnsta kosti hætti Joan hinni vonlausu baráttu. Kraftar hennar virtust fjara út, Hún réðist frávita af brœbi og ofsa á kvalara sinn og sló hann œðisgengin með krepptum hnef- unum. ... HEIMILISRITIÐ: 59

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.