Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 14
Óvenju
skemmtileg
sumarsaga,
eftir
S'XEVE
MC NEIL
Hún var t rauSum
sttndbol og straum-
línulöguð cins og
þrýstiloftsflugvél.
HANN sat í hægrá sætinu í
stjórnklefa stóru DC-3-véIarinn-
ar, horfð'i stúrinn á mælaborðið
og lilustaði á merkin í heyrnár-
tólinu. Hann var ungur og bein-
vaxinn, með skær, grá augu, al-
varlegur á svip, svarthærður, og
hann var aðstoðarflugmaður á
þessari flugvél frá „South Coast
Airlines“, sem smó nú móleita
þokuna, er huldi Kyrrahafs-
ströndina. Loftið var mjög svo
ókyrrt, og hreyfingar vængja-
broddanna minntu á risamáva.
I vinstra sætinu sat Brad
Ramsey og gaf honum merki
um að taka af sér heyrnartólið.
Jerry McCullougli gerði það og
hallaði sér að honum.
„Farðu og haltu stundarkorn
í hendurnar á því þarna inni“,
sagði Brad. „Láttu sem allt. sé í
stakasta lagi“.
„Og ef það sér að ég er náföl-
ur og skjálfhentur, á ég þá að
segja því að ég hafi sinadrátt?“
„Nei“, svaraði Brad. „Og
hættu að flækjast með þessa
bók um allt — þessa Kennslu-
bók í flugi fyrir byrjendur.
12
HEIMILISRITIÐ