Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 50
Hann er frá Tommy!
Smásaga
eftir
TEDDY
LENNOX
BILLY ASHTON hafði feng-
ið' orð fyrir að vera spilafífl —
og ekki alveg að ástæðulausu.
Eitt sinn á æskudögiim sínum
hafði hann komizt í svo alvar-
lega spilaskuld, að hann hafði
ekki séð annað ráð en að leita
á náðir föðursystur sinnar,
Jonnie Hopkins, sem hann ein-
hvern tíma átti að erfa, og játa
allt saman og sárbiðja hana um
lán, svo að hann gæti greitt
þessa æruskuld, sem hann var
kominn í.
Hjá þessu varð ekki komizt
— Jannie Hopkins var sú eina,
sem hafði efni á að leggja pen-
ingana á borðið — og hún gerði
það . . . enda þótt hún gerði það
ekki fúslega!
I aukagetu fékk Billy Ashton
álnarlanga siðaprédikun — enn-
„Mikið cr það fallcga gert
af Tommy," sagði Edna og
klappaði fagnandi sarnan
lófnnum.
þá lengri og hvassyrtari en hann
hafði búið sig undir!
Aftur á móti lét Jannie IIop-
kins honum alveg eftir að á-
kveða, hvort hann endurgreiddi
upphæðina eða ekki (þegar hann
einhvern tíma yrði fær um) .. .
hún sagði það að vísu svo mein-
lega og sykursætt, að jafnvel
hinn forhertasti hefði með sjálf-
um sér svarið þess dýran eið, að
48
HEIMILISRITIÐ