Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 65

Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 65
að lenda í ös á annatímum dags- ins. Hann var frískur og óþreytt- ur, þegar aðrir voru að gefast upp. Ég sá ekki mikið til hans í stríðinu. Ég þjónaði kónginum og föðurlandinu af kostgæfni og varð að lokum ofþjakaður höf- uðsmaður. Danni varð auðvitað undirofursti. ER ÉG sneri aftur til borgara- legra starfa, tók ég smám sam- an að verða var einhvers valds- mannsbrags í fari Danna Free- mans. Þegar stundir liðu, varð hann eðlilega einn af forstjórum fyrirtækisins. Þá þegar og án sýnilegrar fyrirhafnar, fór hann að taka við forstjórastöðum við fleiri fyrirtæki. Brátt gerði hann ekki annað en að sitja stjómar- fundi. Jafnvel á þessa fundi kom hann of seint og hvarf það- an snemma. Hann hafði nú orð fyrir að vera einn af athafna- sömustu mönnum borgarinnar. Því sjaldnar sem hann sást, því önnum kafnari héldu menn hann vera. Fjármáladálkar dagblað- anna lýstu honum sem „áber- andi persónu í City“ og „mikl- um hæfileikamanni". Fyrir tveimur eða þremur ár- um var Danni gerður að riddara á heiðrunarlistanum á Nýársdag. Nokkru síðar varð hann ráðgjafi SUMARHEFTI, 1952 hjá verzlunarráðuneytinu. Að- staða hans virtist óhagganleg. Rólegúr, æðrulaus, letilegur, iðulega óstundvís, og hvernig hann lagaði sig fyrirhafnarlítið og kæruleysislega að breyttum aðstæðum, virtist mér helzt hann vera nokkurskonar per- sónuleiki hinnar sérstæðu snilli brezku þjóðarinnar. Það var þyí með harmi í huga og innilegri saknaðartilfinningu, sem ég las um hryllilegt flug- slys í Mexíkó. Það var eitt af þeim slysum, sem fyrirsagnir blaðanna kalla „eitt af verstu slysum í sögu flugsins.“ Mér var kunnugt, að með vélinni höfðu verið nokkrir meðlimir brezkrar viðskiptanefndar á leið til (að ég held) Nicaragua. Ég vissi, að meðal þeirra var Sir Daniel Freeman. Nánari fréttir höfðu ekki borizt, en í dálknum undir fyrirsögninni: „Síðustu fréttir“, stóð: „Sextíu og f jórir fórust. — Enginn komst af.“ í nokkrar mínútur var ég orð- laus af hryllingi. Voru þetta launin, sem örlögin höfðu ætlað Danna Freeman? Hafði ævi hans, fyrirhafnarlaust gengi, meinlaus, makindaleg leti og ó- stundvísi — ef það var þá leti — ekki verðskuldað önnur betri skapadægur en þessi? Vesling- 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.