Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 38
mig. ... í alvöru?“ spurði Ric.
hard hugsandi. „Ég er hræddur
um, að ég kunni ekki réttu að-
ferðina til að vinna hana.“
Edith var alvarlega hneyksl-
uð.
„Jú, auðvitað kanntu það!
Þú skalt bara sýna henni yfir-
læti. Það er það eina, sem við
berum virðingu fyrir! Ég get
fullvissað þig um, að því meir
sem þú setur þig á háan hest og
lítur niður til hennar, því ólm-
ari verður hún eftir þér!“
„Heldurðu það! Það var svei
mér gott, að ég skyldi tala um
þetta við þig ... ég læri svo
margt og mikið af þér, Edith.“
„Já,“ sagði Edith, en það lét
helzt í eyrum eins og andvarp.
„Hvenær áttu að hitta hana
næst?“
,,Á morgun, Við ætlum út að
drekka te saman ... hvert finnst
þér ég ætti að fara?“
„Til Rigger. Það er svo vin-
sæll og kyrrlátur staður, þar sem
hægt er að láta fara vel um
sig og tala saman í næði.“
ÞAÐ var dauft ljós í litla veit-
ingasalnum og mjúk teppi á
gólfinu ... það var sannarlega
viðfelldinn staður.
„Var það hér, sem þið voruð?“
sagði Edith og settist. ..Hvern-
ig fannst henni það?“
„Ágætt,“ sagði Richard, ..en
þó held ég að mér lánist þetta
aldrei, samt sem áður. Það hlýt-
ur að vera vegna þess, að ég
veit ekki rétt vel, hvernig ég á
að haga mér. Getur þú gefið
mér nokkur góð ráð?“
„Hvers vegna ferðu ekki með
hana á baðströndina? Þá getið
þið verið alein saman í heilan
dag ... Þú gætir ekið þangað í
bílnum.“
„Get ég verið þekktur fyrir
að bjóða henni upp í þennan
gamla skrjóð?“
„Já, þó það nú væri! Hann er
alveg sómasamlegur. Og það má
þá líka einu gilda, hvernig hann
lítur út ... ef þið bara eruð sam-
an.“
„Já, það er alveg rétt hjá þér,“
sagði Richard.
„ÞÚ MÁTT trúa því, að það
var dásamlegt!“
Rödd Richards var full hrifn-
ingar í símanum. „Ég hef svo
afar margt að segja þér. Eigum
við ekki að hittast á sama stað
og síðast?“
„Æ, nei. Þar er alltof margt
fólk. Þar er ekki hægt að tala
saman í næði.“
„Jæja, þá skal ég segja þér,
hvað við gerum,“ sagði Richard,
sem auðsjáanlega datt eitthvað
snjallt 1 hug. „Við ökum niður
36
HEIMILISRITIÐ