Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 48
betur?“ Joyce talaði í beisk-
um tón, svo bætti hún við ásak-
andi: „Þú blekkir mig, Henry,
þú hefur blekkt mig í hvert
sinn,-sem þú hefur sagzt þurfa
að heimsækja Millinger, því
hann er ekki til, og það veiztu
eins vel og ég.“
Henry stirðnaði og andlitið
varð dökkrautt.
„Þú veizt .. .?“ tautaði hann.
„Já, ég veit að Millinger dó
fyrir þremur árum.“ Joyce virti
hann fyrir sér og tók eftir svip-
breytingunni og svitadropunum
á enni hans.
„Joyce, vertu nú skynsöm,11
hann færði sig feti nær henni.
HÚN hörfaði. Hvað veit ég
eiginlega um hann? spurði hún
sjálfa sig og minntist orða syst-
ur sinnar um Burghess, stór-
þjófinn og morðingjann, sem af
ættingjum og vinum var álitinn
góður eiginmaður og ötull
tryggingasali. Nei, hún vissi
ekkert um Henry.
Hann kveikti sér í sígarettu,
en slökkti svo í henni strax aft-
ur.
„Nú veit ég, að þú hefur ekki
verið hjá Millinger,“ sagði hún
hvasst, „hvar hefur þú þá verið?
Þegar þú hefur sagt mér það,
skal ég segja þér, hvaðan ég
kem.“
„Ég var í viðskiptaferð.“
,,Viðskiptaferð!“ Hún leit
hæðnislega til hans. „Henry, til
lengdar gætir þú ekki leynt mig,
hvert þú ferð, fyrr eða seinna
fæ ég að vita það.“
Það var sem orð hennar yrðu
honum ærið umhugsunarefni.
Hann stóð og horfði fram und-
an sér og heyrði enn orð henn-
ar í eyrum sér: Fyrr eða seinna
fæ ég að vita, hvert þú ferð!
Hann gekk að borðinu og’
studdi sig við það, svo byrjaði
hann að tala, en án þess að líta
á hana.
„Það er rétt — fyrr eða seinna
færð þú að vita sannleikann, og
þess vegna get ég eins vel sagt
þér það nú. Þú hefur rétt fyrir
þér í grun þínum, það er önnur
kona. Ég hélt því væri lokið, en
það tókst ekki — ég ætlaðist
til, að því væri lokið, er ég
kynntist þér ...“
„Ég vissi það!“ Það var bæði
sigurhrós og beiskja í röddinni.
Játning hans gerði út um allt.
„En svo hitti ég hana aftur.“
hélt Henry áfram. „Ég hef oft
ætlað að segja þér það. En, já,
mig brast kjark,“ bætti hann við
afsakandi.
„Það er ekki meira um það að
tala. Auðvitað ertu frjáls,
Henry, ég er ekki ein af þeim
konum, sem halda í menn sína.
46
HEIMILISRITIÐ