Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 57
Hcafileikamaðurinn
Minnisstæð smásaga
þýdd úr ensku
ÉG HEF unnið af ósérhlífni
alla tíð. Ævi mín hefur borið
merki um hollt og hófsamt líf-
erni. Ég hef reynt að fylgja öll-
um þeim lífsreglum, sem for-
eldrar mínir settu mér, þegar ég
var að leggja út í lífið — aldrei
að gefast upp, minnstu hérans og
skjaldbökunnar, reyndu, reyndu
aftur, starf og aftur starf, reglu-
legar lífsvenjur, hugsaðu um
eyririnn, komdu fram við aðra
eins og þú vildir, að komið væri
fram við þig, byrjaðu neðst og
reyndu ekki að hlaupa fyrr en
þú getur gengið, snemma að sofa
og snemma á fætur, lifðu inn-
an þeirra takmarka, sem tekj-
urnar leyfa og legðu fyrir, til
þess að mæta erfiðu ári, vertu
þrautseigur, og þú munt komast
áfram ...
Ég hef seiglazt og óg hef
ekki komizt áfram. En Danni
Freeman hefur komizt áfram.
Og í því liggur óréttlætið.
Ég hef enga löngun til að vera
ranglátur í garð Danna. Við er-
um þrátt fyrir allt mjög góðir
vinir. Sir Daniel Freeman, með
hálft stafrófið í titlaskammstöf-
unum fyrir aftan nafnið, at-
kvæðamaður í opinberu lífi, og
það er ekki mitt að gagnrýna
hann. Hann er einn hinna fáu
raunverulegu auðmanna, sem
enn eru til eftir 1950, hann er
þekktur og virtur og öllum fell-
ur vel við hann, allt frá ráðherr-
um til hreingerningakonunnar
hans. Hann er persónugervingur
velgengninnar.
Og þó — sú hugsun veldur
mér mestum hugarkvölum-------
er hann næstum allt, sem í upp-
vextinum var brýnt fyrir mér
að forðast. Við vorum saman í
skóla, Danni og ég. Danni var
aldrei sérlega framarlega í námi
eða íþróttum: hann tók aldrei
neitt nógu alvarlega. Hann var
alveg sérstaklega hirðulaus ung-
lingur, var ætíð að týna hlut-
unum.
„Vertu nú svo góður að lána
mér knattspyrnubuxurnar þín-
SUMARHEFTI, 1952
55