Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 39
á ströndina. ... Þá get ég sýnt
þér alla staðina, þar sem við
vorum, og sagt þér, hvernig það
gekk allt saman."
„Geturðu ekki sótt mig
snemma í fyrramálið? Ég tek
nestiskörfu með!“
Þetta var síðast í september,
en loftið var svo hlýtt og vatn-
ið jafn blátt og um hásumar.
Á leiðinni niður að ströndinni,
hafði Richard orðið að skýra frá
öllu, sem skeð hafði, en hann
var einna mælskastur, þegar
hann lýsti sinni heittelskuðu.
„Hún ljómaði beinlínis af feg-
urð, máttu trúa! Hún var með
svartan hatt með hvítum blóm-
um, og í kjól úr einhverju fis-
léttu, sem blaktir til ... og með
fjölda af fellingum. Og hárautt
belti.“
„Næstum eins og kjóllinn,
sem ég var í um daginn?“ spurði
Edith.
„Já, nú þegar þú minnist á
það, ... hann var nauðalíkur
kjólnum þínum. Yndislegur!“
„Hvað sagðir þú svo við
hana?“
„Ég sagði, að ég elskaði hana.
Óstjórnlega! Og fyrst varð hún
æf, ... en svo byrjaði hún að
'gráta. Hún er afar kvenleg. En
það er einhvem veginn, eins og
hún sé gerð úr tvennskonar
þáttum, annar er blíður og
SUMARHEFTI, 1952
kvenlegur, hinn stoltur og harð-
ur.“
„Ó, það er alveg eins og hún
var í kvikmyndinni sem við sá-
um í fyrri viku, þú manst.“
„Já, alveg rétt! Ó, Edith, þú
getur ekki hugsað þér, hvernig
það er, að önnur eins stúlka og
Honoría skuli hafa veitt mér ást
sína!“
„Já, það hlýtur að vera ynd.
islegt,“ sagði Edit.h, og það fór
lítilsháttar hrollur um hana.
„Er þér kalt?“ spurði Richard.
„Nei, ekki vitund. Ég veit ekki
af hveriu ég skalf svolítið. Jæja,
hvað skeði svo meir?“
„Hún vildi íara heim. En það
vildi ég ekki heyra minnzt á.
Ég sagði bara í einbeittum tón,
að nú yrði hún að velja. Ef hún
vildi ekki verða mín, þá yrðum
við að skilja.“
„Og hvað svo?“ spurði Edith
svo lágt, að Richard heyrði það
■varla.
„Ja, svo ... nei, heyrðu nú!“
greip hann fram í fyrir sjálfum
sér, „það eru þó takmörk fyrir
því, sem maður getur trúað
öðrum fyrir, ... jafnvel beztu
vinum sínum. Því ég tel þig með
þeim. Gerir þú það ekki líka?“
RICHARD þurfti alls ekki að
segja henni, hvað hefði gerzt.
Edith gat hugsað sér það allt.
37