Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 47

Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 47
Millingers, væri dálítið óvið- felldið að njósna um hann, en þetta endurtekur sig svo oft. Þú getur gert það, án þess hann viti nokkuð. Hugsaðu þér, hvers virði það er að fá fulla vissu. Eins og ástatt er nú, er hjóna- band þitt í hættu. Þú getur ekki þolað árum saman, að Henry fari svona burt.“ Joyce stóð upp, einbeitt á svip. Svo fór hún inn og bað um sam- tal við frænku Henrys í Exeter. Það leið nokkuð, þar til beiðnin var afgreidd. ,,Hvað sagði hún svo?“ spurði Mary forvitin, þegar Joyce lagði frá sér símann eftir samtalið, sem hafði tekið nokkurn tíma, af því frænkan heyrði afar illa. „Ég spurði, hvort Henry væri hjá henni. Því neitaði hún. Svo spurði ég hana, hvort hún héldi, að Henry hefði ef til vill farið til Millingers.11 „Og hverju svaraði hún?“ Joce dró djúpt andann. „Að það gæti ekki verið, því Millinger væri dáinn fyrir þremur árum.“ JOYCE vaknaði næsta morgun við ónot í bakinu. Hún lá ekki í rúminu sínu — það skynjaði hún fyrst, þegar hún vaknaði. Hún lá á hörðum, óþægilegum legubekk. Nú mundi hún. Hún hafði far- ið heim með Mary í gærkvöldi, af því hún vildi ekki vera ein í húsinu, eftir að henni varð ljóst, að Henry fór á bak við hana. Það var ekki til neinn Millinger. En hver var það þá, sem hann heimsótti? Hún hafði ekki matarlyst og fór frá systur sinni án þess að borða morgunverð. Mary og maður hennar voru ekki komin á fætur, því þau fóru ekki að hátta fyrr en eftir miðnætti, þegar Edward kom heim frá vinnu. Hún fór með strætisvagni og gekk svo síðasta spölinn heim að húsinu. Hún hrökk við, þeg- ar hún kom inn, því Henry stóð í forstofunni og virti hana fyrir sér rannsakandi, næstum tor- tryggnislegur á svip. Á þessari stundu hafði hún beyg af hon- um. Hún gat ekki áttað sig á svip hans. „Hvar hefurðu verið?“ spurði hann, án þess að heilsa. „Skiptir það nokkru?“ spurði hún. „Þú segir mér ekki, hvert þú ferð — svo ég þarf víst ekki að segja þér, hvert ég fer.“. „Ég sagði þér þó í gær, að ég þyrfti að heimsækja Millinger," sagði Henry með uppgerðarró- semi. „Og hvernig leið Millinger — SUMARHEFTI, 1952 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.