Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 46
„Hefurðu reynt að tala um
þetta við hann?“
„Ég hef reynt að beina samtali
okkar að Millinger. Ég hef
stungið upp á, að ég færi með
honum, ef til vill gæti ég gert
eitthvað fyrir Millinger; en það
vill hann alls ekki heyra minnzt
á. Það er eins og allt viðvíkjandi
þessum manni geri mig hrædda,
og það versta er, að nú er ég
líka farin að verða hrædd um
Henry. Ég hef hugsað um, að
í raun og veru viti ég svo lítið
um hann. Eini ættinginn, sem
hann hefur kynnt mig fyrir, er
gömul frænka í Exeter.“
„Ég hef oft hugleitt, að Henry
virðist nokkuð dulur,“ sagði
Mary. „Hann talar varla nokk-
urn tíma um sjálfan sig, í mót-
setninigu við Edward, til dæmis,
sem naumast getur talað um
annað en blaðið og prentsmiðj-
una. Lastu frásögnina af Bur-
ghess-málinu? Það á reyndar að
hengja hann einhvern daginn.
Konan hans vissi ekkert um, að
hann væri stórþjófur og morð-
ingi, hún hélt hann ynni fyrir
sér sem tryggingaumboðsmað-
ur.“
„Þú ert þó ekki að gefa í skyn,
að Henry sé stórþjófur og morð-
ingi?“ Joyce hló óeðlilegum
hlátri.
„Auðvitað ekki,“ flýtti Mary
sér að segja, „en ég gæti hugs-
að mér, að það væri enginn
Millinger, sem Henry heim-
sækti, heldur ef til vill ... já,
ég verð að segja það blátt áfram,
það er máske kvenmaður!"
JOYCE kipptist ofurlítið við.
Þetta var það, sem henni hafði
sjálfri komið í hug, en blygðazt
sín fyrir, því henni fannst ekki
rétt af sér að tortryggja Henry.
Hún hafði ekki heldur neitt út
á hann að setja. Hann var sami
góði eiginmaðurinn, sem hann
hafði verið í byrjun hjónabands-
ins. Ekkert benti til, að hann
væri orðinn leiður á henni, eða
sæi eftir að hafa kvænzt henni.
„Hvað finnst þér ég ætti að
gera?“ Hún andaði títt.
„Komast að sannleikanum.
Það er ástæðulaust að kveljast
af áhyggjum. Sem kona hans átt
þú kröfu til að vita, hvert hann
fer og ef hann gabbar þig, áttu
að taka til þinna ráða. Kona á
ekki að láta bjóða sér hvað sem
er. Þú sagðir, að hann ætti
frænku í Exeter — hringdu til
hennar og spurðu hana um Mill-
inger, en gerðu það á þann hátt,
að hana gruni ekki neitt.“
„Finnst þér það ekki rangt af
mér?“
„Ef Henry færi aðeins stöku
sinnum burt frá þér til þessa
44
HEIMILISRITIÐ