Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 25

Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 25
Nancy Hannegan í eftirdragi. Þá leit unga stúlkan upp og renndi fingrunum um hár sitt, og þá blístraði hann aftur. Því að þetta var Nancy! Hann flýtti sér til hennar, og hún leit til hans og brosti. Hver skollinn var nú orðinn af hrjúfu vinnuhöndunum? Og 'karlmann- lega útlitinu? Og hvað var um hjarta lians, hvernig hagaði það sér? „Nancy!“ sagði hann. „Eruð þetta þér?“ „Já, það held ég“. „Þér eruð gerbreytt“, stamaði hann. „Já, það vona ég“. „Eitthvað svona — svona kvenlegri!“ „Við hverju bjuggust þér? Einhverri dyngju af hroðalegum vöðvahnútum?“ „Nei, en ég — ég--------“ „Er það í rauninni svona skrítið að sjá mig, þegar ég er komin úr vinnufötunum mín- um“, sagði Nancy dálítið snefs- in. „Ég get fullvissað yður um, að ég hef ekki gert neina tilraun til að halda mér til. Þetta eru baðfötin, sem ég er vön að nota, þegar ég er að synda, og ef þau gera yður óstöðugan í hnakkn- um, ættuð þér að reyna að ná jafnvæginu, áður en þér dettið af baki. Þér eruð sem sé allt of hrifnæmur, herra minn! Þegar ég var í reiðfötunum, lituð þér á mig sem eins konar hluta af hestunum. Nú, þegar ég er í baðfötum, hagið þér yður eins og sköllóttur karl á fremsta bekk í gamanleikahúsi. Mér gengur illa að venjast hinum breytilegu sjónarmiðum yðar“. Hún stakk sér og hvarf í laug- ina eins og höfrungur, synti síð- an hratt yfir laugina, fór upp úr við hinn endann og gekk til bún- ingsklefanna. Jerry liorfði á eftir henni þangað til hún hvarf, síðan fór hann sjálfur upp úr og klæddi sig. Hann beið hennar, þegar hún kom aftur út úr klefanum með rauðu baðfötin undir hend- inni, og nú var hún aftur sjálfri sér lík í stóru stígvélunum og reiðbuxunum og með barðastóra hattinn á höfðinu. „Þér eruð vonandi ekki reiðar við mig, Nancy?“ hóf Jerry máls. „Ég ætlaði bara---------“ „Reið? Hvers vegna ætti ég að vera reið?“ „Það veit ég raunar ekki, en þér flýttuð yður svo mikið frá ’ (( mer---------- „Já, þér skuluð ekki vera að brjóta heilann uni það“. „En þér virtust brjóta heilann um það, sem ég hafði sagt“. SUMARHEFTI, 1952 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.