Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 4

Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 4
er þeir komu í land. Hve lengi hafið þér búið hér? Hvers vegna fóruð þér hingað? Voruð þér orðinn leiður á heiminum? Er- uð þér ekki einmana? Af hverju eigið þér ekki konu? Það var margt fleira, sem þeir vildu vita, og Luke svaraði öllum spurning- unum kurteislega og dálítið ann- ars hugar. Honum leið vel, og hann langaði ekki aftur til sið- menningarinnar. Farþegarnir töldu hann á bezta aldri, virðu- legan, gervilegan og ekki mann- fælinn. Hann hafði ekki til eins- kis verið listmálari í London í luttugu erfið ár. Eyjan hans, Faraniki, sem hafði verið vettvangur hinnar frægu heimsóknar ferðamanna- skipsins, var aftur hans eiginn heimur, lítil, fljótandi skjald- baka í óendanlegu úthafinu. En bergmálið af hlátrinum, þúsund- ir fótspora í sandinum, gerðu hans innra manni erfitt að gleyma því liðna. Úti við sjón- deildarhringinn hvarf „Orinoco“ í blámóðu. Nú var að líkindum kokkteildrykkja með eftirfar- andi dansi og gleðskap um borð. Farþegarnir furðuðu sig ef til vill á einbúanum, sem þeir höfðu yfirgefið, en hann var á- nægður að vera aftur einn, og þó var sem hann nú fyrsta fyndi til einmanaleika á Fariniki. Eins og venjulega reyndi hann að sökkva sér niður í skáldverk Shakespeares, en þau virtust nú hafa misst töframátt sinn. Bölvaða „Orinoco"! sagði hann við sjálfan sig. Það var óþarft að taka fram, að skipið hafði haft mikil áhrif, bæði á hann sjálfan og Faraniki. Var ekki til staður á jarðríki, þar sem maður gat lifað í friði? Hann gekk fram og aftur um sólbyrgið, löngum, einbeittum skrefum og var gramur í skapi. Honum hafði ekki skolað hér á land gegn vilja sínum. Hann hafði sjálfur óskað að setjast hér að. Hann horfði upp til stjarnanna, hann var al- einn, því hver annar ætti svo sem að vera á Faraniki? En hann fann, að taugarnar voru komnar í ólag eftir hina óvæntu heimsókn skemmtiferðaskipsins. Hann mátti ekki reynast veik- geðja, en tilfinningin ágerðist. Viskýflaskan stóð á borðinu og hann fékk sér vænan sopa og skálaði fyrir áframhaldandi and- úð gegn nútíma þjóðfélagi. En það igagnaði ekkert. Gramur yf- ir eigin heimsku, tók hann sterku vasaluktina og lét geisla hennar skína gegnum nætur- myrkrið. Og í geislanum upp- götvaði hanngranna stúlku milli hibiskusrunnanna. Ljósgeislinn speglaðist í augum hennar, og 2 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.