Heimilisritið - 15.06.1952, Qupperneq 4
er þeir komu í land. Hve lengi
hafið þér búið hér? Hvers vegna
fóruð þér hingað? Voruð þér
orðinn leiður á heiminum? Er-
uð þér ekki einmana? Af hverju
eigið þér ekki konu? Það var
margt fleira, sem þeir vildu vita,
og Luke svaraði öllum spurning-
unum kurteislega og dálítið ann-
ars hugar. Honum leið vel, og
hann langaði ekki aftur til sið-
menningarinnar. Farþegarnir
töldu hann á bezta aldri, virðu-
legan, gervilegan og ekki mann-
fælinn. Hann hafði ekki til eins-
kis verið listmálari í London í
luttugu erfið ár.
Eyjan hans, Faraniki, sem
hafði verið vettvangur hinnar
frægu heimsóknar ferðamanna-
skipsins, var aftur hans eiginn
heimur, lítil, fljótandi skjald-
baka í óendanlegu úthafinu. En
bergmálið af hlátrinum, þúsund-
ir fótspora í sandinum, gerðu
hans innra manni erfitt að
gleyma því liðna. Úti við sjón-
deildarhringinn hvarf „Orinoco“
í blámóðu. Nú var að líkindum
kokkteildrykkja með eftirfar-
andi dansi og gleðskap um borð.
Farþegarnir furðuðu sig ef til
vill á einbúanum, sem þeir
höfðu yfirgefið, en hann var á-
nægður að vera aftur einn, og
þó var sem hann nú fyrsta fyndi
til einmanaleika á Fariniki. Eins
og venjulega reyndi hann að
sökkva sér niður í skáldverk
Shakespeares, en þau virtust nú
hafa misst töframátt sinn.
Bölvaða „Orinoco"! sagði hann
við sjálfan sig. Það var óþarft
að taka fram, að skipið hafði
haft mikil áhrif, bæði á hann
sjálfan og Faraniki. Var ekki til
staður á jarðríki, þar sem maður
gat lifað í friði? Hann gekk fram
og aftur um sólbyrgið, löngum,
einbeittum skrefum og var
gramur í skapi. Honum hafði
ekki skolað hér á land gegn vilja
sínum. Hann hafði sjálfur óskað
að setjast hér að. Hann horfði
upp til stjarnanna, hann var al-
einn, því hver annar ætti svo
sem að vera á Faraniki? En
hann fann, að taugarnar voru
komnar í ólag eftir hina óvæntu
heimsókn skemmtiferðaskipsins.
Hann mátti ekki reynast veik-
geðja, en tilfinningin ágerðist.
Viskýflaskan stóð á borðinu og
hann fékk sér vænan sopa og
skálaði fyrir áframhaldandi and-
úð gegn nútíma þjóðfélagi. En
það igagnaði ekkert. Gramur yf-
ir eigin heimsku, tók hann
sterku vasaluktina og lét geisla
hennar skína gegnum nætur-
myrkrið. Og í geislanum upp-
götvaði hanngranna stúlku milli
hibiskusrunnanna. Ljósgeislinn
speglaðist í augum hennar, og
2
HEIMILISRITIÐ